16.2.2009 | 11:28
it´s a wonderful life....
Hér er lífið dásamlegt, Virkilega. Maður þarf að fagna hverjum degi eins og hann sé sá síðasti - er það ekki? Vera góð við hvert annað og hugsa vel um hvort annað.. Það mikilvægast sem við eigum er jú fjölskyldan okkar og ef það er eitthvað sem er erfitt hjá okkur hér í Oz, þá er það að vera svona langt langt í burtu frá henni og þeim sem eru heima á Íslandi.
Stundum á ég til með að gleyma því hvað við erum heppinn. Heppinn að hafa gert raunveruleika úr draumunum okkar og drifið okkur af stað hingað til ástraliu. Vitið þið það, að þetta er draumalandið að fara til hjá hrikalega mörgum og hér erum við!!!! Davið og Elsa eru enn að spyrja okkar, afhverju þurftum við að fara svona langt í burtu..... En svarið við því er einfaldlega að okkur langaði svo mikið að fara til einhvers land sem við mundum mjög líkelga aldrei annars fara til.... Ég hugsa að við munum alls ekki sjá eftir því seinna meir. Það er reyndar engin eftirsjá í þessu ævintýri okkar. Fyndið að við fórum akkurat á þessum tíma sem allt fór að gerast heima. Við erum svo langt frá öllu þar, Fía segir reyndar við okkur að við höfum svo sannarlega gleymt því hvernig kuldinn og frostið er og ég held að það sé mikið til í því hjá henni. Við höfum gleymt hvernig það er að fara út í bil á morgnanna í frostið og vera kalt á höndunum og biða eftir að bilinn hitni... Hérna á ég það til að kvarta undan hitanum.... úfff.... ok - ég skal hætta því..
Eigið þið öll góðan dag...
huggies frá okkur í Oz.....
Athugasemdir
Elskurnar mínar, ég er svo stolt af ykkur að gera þennan draum ykkar að veruleika og gefa börnunum ykkar möguleikann á svo miklu auðugra lífi. Auðvita missum við alltaf af einhverju heima á meðan en það er svona, lífið. Við getum ekki alltaf fengið allt. Og svo er bara að spara peninga og kíkja í heimsókn á klakann þegar maður getur og þá sér maður muninn á lífinu sínu og hinna, já og svo verður maður eins og útlendingur í eigin landi. Ferlega fyndið stundum. Og ég sakna þess sko ekki baun að skafa af rúðunum á bílnum á morgnanna, kann sko að meta gula sólina sem skín.
Knús í hús krúttin mín.
Rósa (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:38
jáá lífið er yndislegt þarna í ástralíu..bara ef ég gæti verið þar núna.. er reyndar aaalveg á leiðinni og helst með ömmu með mér það væri sko gaman! nú rignir bara og rignir og rignir hérna.. það væri ekki verra ef það væri hægt að færa rigninguna yfir til ykkar, líka þar sem þið þarfnist hennar virkilega mikið !!! jæja ætla undir sæng og uppí sófa og horfa á spólu og hlusta á vindinn og rigninguna úti! og svo baka góðu súkkulaði karamellu kökuna í kvöld !!
love you mest mest mest
Fía (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:49
Mér finnst þetta frábært - elta drauma sína. Fyrir utan hið dásamlega veganesti sem þið gefið ykkar börnum með auknum þroska og víðsýni!
Frábært að lesa bloggið, þó ég eigi stundum erfitt með að rýna í stafina sökum afbrýðisemi
kveðja í kotið
Disa (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.