ennþá heitt og sveitt..

Hér er ennþá hiti, hiti, hiti.. Það er spáð að hitinn haldist fram á sunnudag, þá á hann að lækka niður í 25.. VEiiiiiiii... þá hættir kanksi að leka sviti meðfram öllum og öllu.... Í dag komu D og E heim með blað úr skólanum vegna hitans. Krakkarnir leika ekki úti á lóðinni í hitanum vegna þess að þau geta brennt sér á tækunum sem verða of heit í sólinni, þeim er haldið inni nema þau mega fara útí 15 mín í hádegishléinu og fara ´WC og í matsöluna... Í gær voru send út sms frá já.. hvað heitir það þá á íslenksu?? frá þeim sem stjórna hér í Adelaide og í SA, það var eins  konar viðvörun um hitann, með neyðarnúmer, og hvernig maður á að haga sér í hitanum...  Það er allur vari á hérna, enda er rosalegaaaa heitt hjá okkur.

Í gær fórum við Fía á ströndina. Vitið þið að sjórinn var svo heitur, hann hefur verið eitthvað um 35 gráður því hann var alveg einsog heitur potttur, þið vitið einsog barnapottarnir heima...Öldurnar voru stórar, risa stórar og það var æðislegt að liggja í sjónum og kasta sér í öldurnar..  Við vorum þarna til kl 19 og´það var í raun ekkert að minnka af fólki..  Yndislegt alveg...

Fía er farinn að pakka, eða reyndar mamman.. hmrf...hmrf.. Já, hvað? ÞEtta eru og verða alltaf, alltaf litlu litlu börnin okkar....;) Fía stingur af á fimmtudaginn, heim í afmælisveislur, skóla, partý, þjóðleikhúsavinnu og margt margt fleira skemmtilegt...

Ciao í bili......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð Fía krúttmús...........

Rósa (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:43

2 identicon

takk :D sit nuna a flugvellinum i london, eftir ad hafa flogid i 6 tima til singapore og svo 13 tima tadan og hingad !  ..hefdi allsekki a moti tvi ad sitja ennta bara uti gardi med mommu bestu minni ! elska tig mamma min mest i heimi kossar Fia :)

Fia (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband