31.1.2009 | 13:50
banvænn hití í Oz
Eru þið búin að lesa fréttirnar?
Það er banvænn hiti hjá okkur hérna.. 'uff.. Það er komið kvöld hjá okkur núna, reyndar er kl alveg að verða miðnætti og hitastigið er 25 og er það lítið miðað við það semhefur verið undanfarna daga. Það er líka komin vindur er það dásamlegt að fara út fyrir´hús og standa í vindinum og viðra sig... Ahhhh...Í dag var 41 stigs hiti og við fórum í Chinatown að borða og svona og kikja aðeins á markaðinn. Það var mjög mjög heitt þannig að við vorum komin heim fljótt. Maður leitar inn í þær búðir sem eru með besta loftræstinguna.
Krakkarnir hafa staðið sig svo vel í hitanum i vikunni að vera í skólanum. Hitinn hefur legið á bilinu 40 til 50 um miðjan daginn. Þegar kl er 9 um morgun er hitinn 35 stig og þá förum við í skólann. Einn dag i vikunni þurftum við að ganga að sækja D og E því billinn var í viðgerð. Vitið þið að þótt það sé að eins svona 10 mín ganga þangað þá vorum við við það að gefast upp. Við vorum með 2 litra vatn og vatns spraybrúsa með okkur og hefðum við ekki haft það þá veit ég ekki hvort við hefðum komist báðar leiðir.
I skólanum fara krakkarnir ekkert út´i fríminúturnar, flestar skólastofur eru vel kældar, en ekki allar.Það eru engir leikfimistímar haldnir ( sem betur fer..) en hins vegar þurfti bekkurinn hennar E að hlaupa´nokkra hringi í kringum bókasafnið í um 40 stiga hita sem mér fannst frekar undarlegt.. Þau geta keypt sér íspinna og slushie í skólanum til að kæla sig og svo held ég að þau taka það ferekar rólega í tímunum. Við drifum okkur í sundlaugina beint eftir skóla á föstudaginnþ Það var biðröð að komast inn í laugina og lauginn var kanski ekkert svakalaga köld eftir allan hitann en þó mjög svlakandi og góð.
Rafmagnið hefur verið að fara af í mörgum hverfum vegna þess að allir eru með loftræstinguna sínar á fullu... rafmagnið fór há okkur í nokkra klukkutíma um daginn, en það var ekkert miðað við það sem sumir hafa mátt þola... Mér finnst langverst að halda þetta út á kvöldin og nóttinni. þá höfum við tekið ískaldar sturtur til að kæla okkur og notað litlu plastlaugina okkar sem við erum með út í garðinum til að kæla okkur.
Núna bíðum við eftir því að hitinn fari lækkandi.. lækkandi?? hvað þá? Niður í 35 eða?? Allavega á meðan hitastigið lækkar á kvöldin og á nóttinni er þetta þolanlegra..
Fía flýgur heim á fimmtudaginn, beitn heim í allann snjóinn, það verður eflaust mjög skrítið.. oooohh.. við eigum eftir að sakna hennar svooo mikið.......
Við höfum farið í bío hérna sem er frekar dýr afþreying... Munið það næst þegar þið skellið ykkur í bíó að það er ekki mjög dýrt heima á Íslandi.. Hér borgum við um 1000 kall fyrir pop og coke og það kostar um 1500 kall inn í bío. Sáum Revolutionary Road, sem var mjög góð og svo líka Slumdog millionaire, semer alveg frábær mynd...
until next time, cheers mates..
Athugasemdir
Ég var einmitt að horfa á íslensku fréttirnar og þar er talað um að fólk sé að deyja úr hita þarna hjá ykkur........ fólk deyr vegna rafmagnsleysis og þar með án loftkælingar.....
Knús knús á ykkur öll,,,,,,,, vildi að það væri aðeins heitara hjá mér en það er "bara"19-23 á daginn en kalt á nóttunni.
Rósa (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:34
Jesus hitinn ég færi sko farin yfir um hehe.
Steikir kannski eina nautalund fyrir mig á stéttinni ?
Knús
Ragga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.