27.1.2009 | 10:54
bakaraofnshiti
Lokið augunum og hallið ykkur aftur...
....Ímyndið ykkur að þið eruð að baka eitthvað í ofninum... Svo eru þið að fara að opna ofnlúguna til þess að kikja hvort það er tilbúið sem er í ofninum.... Um leið og þið opnið lúguna þá fáið þið hitann allann í framan á ykkur.... og það er heitt... brennandi heitt......
þannig er dagurinn í dag... dagurinn á morgun.. og hinn ... og hinn... Næturhitinn er um 30 stig... Hitamælirinn hætti að mæla í dag þegar hann sagði 50.. en það er sólinni hér í garðinum þar sem er alveg logn... Við Fía fórum á ströndina í morgun, bara tvær, já D og E voru að byrja í skólanum í dag aftur... en alla vega, ströndin var dásamlega svona snemma á daginn.. allt kyrrt, engir hákarlar, bara einhverjir fiskar að synda um... við náðum svona 3 tímum þar og svo var þetta ´fínt..
D og E voru ánægð með fyrsta daginn, enn sem komið er.. Þau eru bæði í bekkjum með sumum nýjum krökkum. Nýjir kennarar og nýjar stofur. spennandi.
Um helgina skruppum við suður, í bæ sem heitir Victor Harbor.. Á leðinni lentum við í því að keyra einmitt þar sem hjólakeppnin Down Under var að hjóla og þá Lance Armstrong líka.. Fólk út um alla vegkanta að sjá kappana, með barbq og stólana og tjöldin.. Aussiefólk er alveg ótrúlegt, þeir setjast hvar sem er og draga upp grillið og flöskuna.. Allatf til í það sko... Við þurftum að taka soldið krók, en komumst svo í ævintýragarðinn sem við ætluðum í. Það skemmtum við okkur rosa vel í gokart, vatnsrennibrautum, völundarhúsum og bátum...
Þarna efst eru myndir af fólkinu sem sat við vegkantinn og myndin hér fyrir ofan er af F'iu og Gumsa í völundarhúsinu að reyna rata.. Þarf ég að taka það fram að það tók sinn tíma..??? ;)
EN yfir í heimsmálin á Íslandi.. Allt brjálað í pólitikinni... Fylgdumst með í nótt þegar bein útsending var af blaðamannafundi með Geir og Co... margt í gangi heima... Maður er að missa af stórmerkilegum hlutum heima, en gott að hafa neitið til að fylgjast með..
Má ekki gleyma að óska flottri frænku okkar, henni Petreu Ýr til hamingju með 11 ára afmælisdaginn sinn, sem var reyndar þann 18 janúar.. en betra seint en aldrei..
Til hamingju elsku besta krúttann okkar...
kossar knús kreist og kremj til þin frá okkur...
Annars bara, over and out - cheers mates..
Athugasemdir
Knús og kreist á ykkur öll þarna.................
Rósa (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.