22.1.2009 | 00:24
hvað er í gangi??
Þetta er nú meira ástandið!!!! Já á Íslandi. Mikill æsingur og skrílslæti eins og maðurinn sagði frá Suðarákróki... Það er ansi spes að fylgjast með þessu svona úr fjarlægð og ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað er í gangi heima... Maður les fréttirnar, og horfir á einhverjar fréttir á netinu og les Moggan á neitinu, en það er allt allt öðruvisi að vera heima, í þessu öllu...
Hér höfum við mest áhyggjur að því hvort hákarlarnir verða á ströndina sem við höfum valið okkur í dag... Í gær förum við á ströndina í glenelg.. Sandurinn þar er einsog hveiti, hann er er svoo mjúkur... Sjórinn var líka heitur, ferlega notalegt og við Davíð fórum ekki langt út í hann, ég var alveg: Davíð!! Ekki fara lengra" Já maður vill geta komið sér upp úr á hraðferða ef ,,shark sirene" fer að baula!!! En það er alvega magnað hvað það er mikið af fólki sem samt sem áður er í sjónum. Alveg hellingur. Síðasta hákarla fréttin er frá því í fyrradag, frá Henley beach, þá fór sirenan í gang um 19 leytið (já, það er fullt af fólki þá á ströndinni, það er svo heitt þá ennþá..) og þá sást til 2,5 metra white shark úm 40 m frá str0ndinni... Sko, ég held að það hlýtur að vera frekar leiðinlegur dauðdagi að verða að hákarla mat...EN við höldum bara áfram að ,,passa" okkur...
ströndin í Glenelg, 8 um morgun...
Í kvöld erum að við fjölskyldan að fara á ,,moonlight cinema" en það er bíóið sem er útí garði í bænum.. Við tökum með okkur teppi og ég er að fara að grilla ,,chickendrumsticks" og svo mundi ég fastlega gera ráð fyrir því að ein flaska af hvítu fái að fljóta með..;) Við tökumsvo með okkur smá snakk og Coke og horfum á ,,Batman, the dark night" þarna undir stjörnunum.. Kósy eða kósy??
Veðrið heldur áfram að vera heitt, en það er ekki það heitt að það gerir mann brjálaðan, heldur er það gott heitt, um 30 - 35 stig.. og þannig er spáin framundan...
þangað til næst...
See ya!!!!!
Athugasemdir
Mig langar í sól.......... sakna þessa gula krútts...... Njótið í tætlur......
Hér er viðvörun vegna fellibylsafgangs, hér hefur allt fokið í dag sem fokið hefur getað,,,,, og sennilega verður meira veður á morgun, næstu 24 tíma segja þeir.....
Þannig að ......... njótið sólarinnar og farið varlega í sjónum, ekki viljum við að þið verðið hákarlafæða.
Knús knús á ykkur öll krúttmúslurnar mínar
Rósa (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.