16.1.2009 | 08:18
búðarráp
Hér er föstudagskvöld komið og við stelpurnar áttum ,,stelpudag" í dag. Þá förum við í bæin og skoðum í allar búðir og eyðum smá (bara smá) pening... Það er svoo mikið til af fallegu dóti hérna og líka mikið til af fallegum fötum, töskum og skóm... Makes a girl go crazy.... Ég hef stundum gert þau mistök að hafa Davíð með í svona ferð og það er einsog hann fái maura í allan líkamann og díla út um allt og hann verður bara alveg óður af búðunum, soldið eins og faðir sínn þegar ég hef farið með hann í búðarráp - ekki hægt...
Við erum reyndar búin að sjá svo marg hérna eftir að Fía kom, það er svona;
Já, váá´, þetta hef ég ekki séð áður, en skrítið....
Tja, við djöflumst um allt. Fórum í Botanical Garden hér í gær og það var svo fallegt þar!! Stór stór tré, mikið gras, bekkir alls staðar, lítið sæt kaffihús og fólk allstaðar á teppum eða með stóla með nesti..eða kærustupör liggjandi á teppum og stara upp í loftið.. þetta er svona hérna, fólk bara fleygir sér hvar sem er í grasið og byrjar að hrjóta... Það rennur á í gegnum aldelaide og þar er fólk að veiða út um allt. Það er leyft alls staðar. annars var ég að lesa um það að South Australia er stundum kallað ,,nanny-state" vegna þess að það eru settar svo mikið ar reglum og lögum hérna.
Til dæmis er verið að herða á lögum hér ef fólk er að tala í síma þegar það er að keyra, ef það er að drekka t.d. kaffi við keyrslu eða er bara ekki með athyglina við akstrinum, þá er sektin um 200 dali - eitthvað um 18000 til 20000 kall..
Já svo er algjört plastpoka bann að koma á 3 mars held ég að það sé, þá mega búðir ekki vera með plastpoka hérna, það má í sérstökum fatabúðum og þannig. Svo var verið að banna að selja rimlagardinur og gardinur sem eru með sérstaka svona bönd neðan frá sér sem maður tosar í og þá fer gardinan upp - þetta var verið að banna hérna til þess að fyrirbyggja slysum á ungbörnum.. Það er sko hugsað fyrir öllu hérna...
Það er sko heitt hérna enn þá, næsta viku á að verða mjög mjög heit.. upp í 40 og rúmlega það...
jæja, hafið það sem allra best um helgina...
ciao!!!!
Athugasemdir
Já þeir fá allir maura þessir kallar þegar þeir þurfa að fara í búðir haha.
Voðaleg bönn eru þetta þarna úti !!
Knús
Ragga (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:55
He he he Krissi bróðir er t.d. með ofnæmi fyrir orðinu "kaupa", hann hnerrar eins og vitlaus maður ef það er sagt nálægt honum......... meira að segja þegar það er sagt inni í eldhúsi og hann í stofunni,,,,,, þá heyrist bara "atsjú, atsjú"
Karlmenn !!!!!!!!!!
Rósa (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.