12.1.2009 | 12:38
hitabylgja og afmæli
Sitjum hér i stofunni með viftuna á og hún er sko á hæsta snúningi... Það er svooo heitt hér inni þótt það er komið seint kvöld og allt. Í dag var um 40 stiga ´hiti í skugganum og við stelpurnar drifum okkur í sund um leið og við komum heim úr bænum... Lauginn var svaka fin, en vatnið var ansi heitt eftir daginn.. á morgun er spáð enn heitara.. úff.. þá sprengist hitamælirinn út í garði því þegar sólinn ´fór að skína á hann núna í kvöld þá brunaði hann upp i 5o og þá bara missti hann sig algjörlega...
Á svona dögum þegar það er svona heitt þá er eina ráðið að vera annað hvort inni í húsi eða hjá sundlauginni eða á ströndinni - og vona að vindurinn blæs á mann... Það er spáð svona hita alla vikuna þannig að núna er greinilega sumarið komið.. Ástralar hér í suður hafa sko verið að kvarta undan því að langt er síðan svona kalt hefur verið í veðri...hm..kalt??? excuse me... en svo er maður jú frá íslandi..heheh..ÍSlandi... já, það er kalt þar núna lásum við... og maður gleymir fljótt hvernig er að vera í kuldanum og rokinu....
Það er hjólakeppni hérna í Adelaide núna frá 18 janúar. Lance Armstrong er að keppa hérna og það er allt vitlaust útaf því. Keppninn hefst hérna í næsta hverfi frá okkur og hver veit nema við troðum okkur þangað þegar keppninn byrjar til að sjá kallinn... Han er lifandi goðsögn segja blöðin... Þannig að það verður sko hljólað hér út um allar trissur í næstu viku..
'I dag á Elsa systir afmæli og ég segi bara - og við öll hér:
TIl hamingju með daginn elsku elsku elsku Elsa okkar...
Við hugsum til þin og höfum skálað fyrir þér í dag.
Annars segjum við bara - cheerios guys....
Athugasemdir
Takk fyrir afmæliskveðjuna. Það var mjög gaman að heyra í ykkur í gær. Kossar og knús til ykkar allra
Elsa systir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:17
Til hamingju með afmælið Elsa systir
Knús í sólina, hún er æði
Rósa (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.