9.1.2009 | 06:43
meira af hákörlum og svo af þýskum bjór...
hérna er allt gott að frétta nema hvað það er endalausar fréttir af hákörlum í sjónum hjá okkur.. Fórum á strönd sem heitir Grange-beach um daginn, og daginn eftir las ég í blöðunum að þar hefði komið hákarl, 3 m á lengd. Það er alltaf fólk að veiða á ,,bryggjunni" eða the pier, sem er hj´aöllum ströndum hérna og það voru veðimenn þar sem sá hákarlinn og létu fólk í sjónum vita.. Spáið í það - hákarlinn var um 30 m frá ströndinni.... Við vorum greinilega nýfarinn þegar þetta gerðist... Manni er ekki alveg alveg sama lengur að vera að svamla í sjónum því hákarlarnir fara ansi nálægt ströndinni og þá er alveg sama þótt maður fari ekki langt út´i. En þetta virðist ekki hafa áhrif á fólk, því fólk er baðandi í sjónum eins og ekkert...
Í gær keyrðum við í litinn bæ sem heitir Hahndorf. Þetta er þýskur bær og það var eitthvað um 1838 sem þýskur innflytjandi hingað settist að á bóndabæ þar og þannig byrjaði bærinn að stækka. Það var svo fyndið þarna, alveg eins og að koma til Þyskalands bara... Fegnum wienerschnitzel að borða og weissbier að drekka og það smakkaðist svooo vel!!
þarna eru þær Fía og Elsa fyrir framan bjórmyndinni....
Var að setja inn nýjar myndir þannig að endilega kikið þið á þær..
Við fórum með Fíu í dýragarðinn og sýndum henni koalabirni og kengúrur.. hún féll auðvitað algjörlega fyrir koalabangsanum - enda eru þeir sætustu dýr sem til eru hugsa ég.
kisses þar til næst..
Athugasemdir
Ohh næs verður að koma með svona björn handa mér þegar þú kemur heim ;)
Passið ykkur á hákörlunum !!
KNús
Ragga (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:12
En fínt að það er hægt að sækja í þýska menningu þarna hjá ykkur :o) mmmm alvöru wienerschnitzel er aldrei slæmt... :o)
Elsa systir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:11
Knús á ykkur
Rósa (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.