6.1.2009 | 13:40
gleðilegt nýtt ár!!!!
jamm jamm það er soldið síðan að við skrifuðum héðan, en það er bara búið að vera allt á fullu síðan við fengum heimsókn hingað frá Fíu. Og svo allat jóla jóla... Við héldum upp á nýtt ár og urðum fyrir vonbrigðu með hvernig ástralar gera þetta... J'a, þetta var algjört frat satt að segja, því ég held að við höfum heyrt í þremur sprengjur og það eru engar ykjur... Þegar við heyrðum i sprengjunum hlupum við voða glöð út á götu og stóðum þar alein í myrkrunu og hlóum... Það var allt svart og engin úti nema við - eða vakandi virtist vera... Þannig að við vorum með nóg af stjörnublysum sem við djöfluðumst með og svo kom nýtt ár og það var 10 og hálfur tími á undan ykkur heima.. en við gerðum sko gott úr þessu og það kom nýtt ár og það kom nýr dagur... Þetta var samt erfitt fyrir okkur og mikið söknuðum við íslensk jól og fjölskyldur og vini.............
Við höfum verið dugleg að kikja á strendur hérna og líka að liggja hjá sundlaugum og gera ekkert nema sleikja sól.. Enda sumarfrí og ekkert liggur á. Það er reyndar búið að vera óvenju kalt hér samkvæmt veðurmælingum í south australia, núna í desember, enda hitinn bara um 25 til 30...Þessi vika er búin að vera mjög heit og við erum bara dugleg að skreppa hingað og þangað... já þetta er helvítis focking fock... hahaha...hehehehhe.. já við gátum séð skaupið hér á nýársdag og það var þetta sem var fyndið fannst okkur...annars var það ansi slappt... eða hvað segðið þið heima???? Í fréttum er það þá að við erum að plana smá ferð niður til Melbourne, heimsækja Grannana og svona með Fíu áður en hún fer aftur tilbaka
Kissess og huggies í bili........
Athugasemdir
Kissess and hugs ......... og gleðilegt ár duglega fólkið mitt.
Knús knús
p.s. hér á spáni eru áramótin, já og jólin algjört prump miðað við heima en á móti kemur að þau eru mun afslappaðri og meira svona rólegheitatími. Hitta vini og fjölskyldur og borða eitthvað huggó saman, stundum bara á næsta bar eða restaurant svo enginn þurfi að eldast eða vaskast eða yfir höfuð að hafa fyrir þessu, allir skemmta sér bara í rólegheitum. (og ekkert stress í fatamálum heldur, kannski bara gallabuxur og skirta)
Rósa (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:54
hey svona er einmitt hérna, eins og þú ert að lýsa þessu.. það er einsog á gamlársdag, þá var fullt á öllum kaffihúsum um daginn og fólk var bara í rólegheitum að tjilla.. Það er reyndar ferlega notalegt og mikil tilbreyting.. Við vorum líka í boði á jóladagskvöld og það var einimtt rólegt og engar skyrtur með bindi þar.. bara stuttbuxur og allt voðalega afslappað...
tedda (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:47
Feisbúkk dæmið var nú ferlega fyndið líka haha ;)
Knús !!!
Ragga (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.