27.12.2008 | 09:30
hákarlar..
Segið svo að það gerist aldrei neitt hér hjá okkur...
Það er komin 3 í jólum hérna.. Í gær skruppum við á ströndina, Henley Beach, bara við stelpurnar... Það var sko pakkað á ströndinni og fólk virtist bara vera með heilu fjölskyldusamkomurnar þarna.. þetta er svo notalegt og afslappað.. Sjórinn var volgur og þægilegur og öldurnar mátulegar.. Sólin skein sitt fallegasta og þarna lá ég og hálfdottaði með hattinn yfir andlitið (þið kannist við það, er það ekki.. hvað manni syfjar þarna í sólinni..)þegar ég hrökk við rosa mikil læti í þyrlunni.. Það er sko passað svakalega vel upp á vötnin þarna.. það eru strandarverðir í bilum á ströndinni, þeir eru í bátum sem keyra fram og tilbaka meðfram ströndinni en í gær var líka þyrla.. sem ég var eitthvað búin að furða mig á. En þarna lá ég og dottaði mitt bliðasta þegar ég hrökk við af þessu svaka flauti... Ég reis upp og tók eftir því að sjórinn var búin að tæmast og að allir stóðu og fylgdust með hvað væri að gerast þarna út á ströndinni... Fia og Elsa voru ekki i sjónum þannig að við fylgdumst með þessu þarna.. Þyrlan sveimaði yfir sjóin og það voru tveir bátar þarna út í líka.. Mér fannst ólíklegt að það hefði einvher drukknað þarna því það var ekki þannig eitthvað...
hey, svo kom í ljós að þarna var hákarl!!! Disuuss... Las svo í blaðinu í dag að þetta var 3 metra hákarl sem var þarna á sveimi tvisvar í gær.. þEir hafa´líka sést mikið nýverið við strendur Adelaide... Og í fréttunum var líka að það er ekki mikið til að borða fyrir þá og þá leita þeir að mannakjöti... Vitið þið - manni er ekki alveg sama sko.. besta ráðið er víst að vera ekkert að synda langt út í sjó.. Nei nei, ég skal sko bara sleppa því sko... Ég held samt ekki að þetta verði til þess að við sleppum því að fara á ströndina.. Núna höldum við okkur bara nálægt ströndina...hér er netslóðin ef þið viljið lesa fréttina betur um þetta... http://www.theaustralian.news.com.au/story/0,25197,24846557-5006787,00.html
En þarna brá mér soldið. Já þetta er raunveruleikinn hérna.. Það er rosa mikið um hákarla hérna núna inn við strendurnar...
Við vorum í smá jólaboði á jóladagskvöld.. Þá var verið að tala um það að það er ekkert svo heitt hérna núna.. okkur finnst reyndar vera mjög mjög heitt, en það er víst óvenju ,,kalt" núna miðað við hvernig hefur verið hérna.. Við lærðum þó eitt herna um jólin og það var það að við elduðum allt of þungan mat hérna í hitanum... Já, við vorum með jólakjöt, brúnaðar kartöflur, sósu og meðlæti.. borðuðum út í garði með viftuna á því það var svo heitt... Þetta var spes jólasteming, vægast sagt sko..
Við vonum að þið hafið öll haft það dásamleg um jólin.. Er svo ekki jólaútsölur all staðar núna??? Hér byrjuðu þær kl 6 i morgun... Mér finnst það algjört brjálæði... Aldrei mundi ég nenna.. hahhaha...
Jæja, þar til næst.. >Bestu kveðjur héðan úr hákarlasjónum....
Athugasemdir
Elskurnar mínar ekki gerast hákarlafæði...........
Knús knús
Rósa (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:02
Já sammála því !!!
Það er einmitt einn ástrali hérna núna sem er vinur vinkonu minnar , honum finnst ferlega skrítið að vakna á morgnana og vita ekki hvort það sé dagur eða kvöld haha. Hann fær reyndar ekki að upplifa snjóinn og er frekar heitt hérna , á okkar mælikvarða sko ;) Get ýmindað mér að það sé jafnskrítið fyrir hann að halda jól hérna og ykkur þarna úti ;)
Knús
Ragga (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:41
Gleðilegt ár og takk fyrir öll þessi liðnu.
Rósa (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.