creekparty

chrisse crekkaparty in the bush 08 079 brekkie in  ,,the bush"... egg beint frá hænunum og svo bacon og pylsur og rist..

chrisse crekkaparty in the bush 08 026 creek party i fullum gangi..

Þetta var skemmtileg helgi hjá okkur. Við vorum sem sagt boðin í jólapartý í sveitinni. Við brunuðum þangað með smá stopp á vinekrunum og fengum okkur tvo kassa af fínu vínu til að hafa um jólin. Ætli það dugi?????hehehhe.. en jæja... komum um fjögurleytið og þá var fólkið byrjað að koma og setið var úti umdir trjánum. Allir komumeð mat sem sett var á stórt borð og svo var borðað, grillað og bara verið að tjilla.Við hittum og sáum mjög skemmtilega karaktera... Svona eins og týpurnar sem maður sá í crocodile dundee myndinni... Alvöru bush kalla.. Það voru allir að segja ,,,merry christmas" og það var mjög óraunverulegt fannst mér... hvaða jól?? Á leiðinni heimá sunnudag stoppuðum við í garði þar sem hægt var að príla upp í einvhers rísastóran leikfangahest.. jæja en þar var garður með einhverjum dýrum í, kengúrur og svona.. það sem var svo fyndið fannst mér að í öllum skóginum í kringum mann eru dýrinn öll vilt... koalas, kengúrur, dádýr og annað fínt...

Það var að sjálfsögðu gert mikið grín að okkur með öll dýrin sem er hér í partýinu. fengum að heyra allskyns hryllingssögur um kóngulær, slöngur og pöddur.... og það var mikið hlegið... en það er til mikiiiiið að pöddum hérna get ég sagt ykkur... en maður verður ekkert svo mikið var við þær...

á jóladag erum við boðin heim til fólks sem við hittum þarna, þau búa hér í Adelaide og það verður spennandi að kikja til þeirra og sjá svona hvernig fólk hefur það á jólanum hérna..

Við erum búin að skreyta smá hér heima, setja upp jólaseriu i garðinum sem fer í gang um leið og það verður myrkur... Núna verður ekki myrkur fyrr en um niuleytið, það er þægiegt, þegar við komum i ágúst varð myrkur strax um kl 6...

Skólin er búin á föstudaginn og svo bíðum við bara spennt hér eftir þriðjudeginum. Fía leggur í ferðalagið sitt á sunnudagsmorgun og kemur hingað á þriðjudagsmorgun.... úúu... ég verð held ég að vera í dái eða eitthvað meðan hún er að ferðast þetta allt...

jæja, njótið dagsins og allt saman..

kisses

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira fjörið hjá ykkur alltaf ;)

Good on ya !!!

Knús

Ragga (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:32

2 identicon

Sól og jólaljós passa einhvern veginn ekki saman en það má alltaf reyna að halda í hefðir og siði að heiman........ erfitt þegar það er um og yfir 20 stiga hiti.....

Knús í hús krúttsnúllurnar mínar.

Rósa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:16

3 identicon

Þetta eiga eftir að verða dásamleg jól hjá ykkur - geðveikt að geta legið á ströndinni og tjillað í jólafríinu. Fullkomið - nema kannski fyrir jólasveininn

Jólakveðjur til ykkar þarna down under 

Disa Kiddasystir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband