mánudagur 1040

Mánudagsmorgun í Adeladie, Trinity Gardens. Var að stelast í eina ferskju af ferskjutrénu hennar Mariu. Vá, þær voru góðar, hef aldrei borðað svona finan ávöxt áður. Elsa á eftir að klára allt á þessu tréi.  Á laugardeginum skelltum við okkur í bíó að sjá Australia með Nicole Kidman og Hugh Jackman. Þetta var dásamleg mynd, næstum því 3 tímar og Elsa sat allan tíman stjörf aðfylgjast með. Mæli svo sannarlega með þessari mynd. Það er litill drengur sem leikur i henni og hann er það fallegasta barn sem ég hef séð (fyrir utan D, E og F...) . Algjört must að sjá þessa mynd. Maður vill bara fara strax til Ástraliu....hehehheheeehehehehehehe......

Damn, hann er svo flottur hann Hugh... urg.....

en já... hef ekki áður farið í bío hérna og það var bara soldið eins og að fara heima, coke úr vél var mjög gott....og poppið fær líka ágætiseinkunn...

Við drógum fyrir gluggatjöldin í eldhúsinu í gær og kveiktum á fyrsta aðventukertinu og fengum okkur sörur ( sem smökkuðust mjög vel)... límdum saman piparkökuhúsið og fengum okkur sænskt jólaöl sem við fundum í IKEA. Svo erum við búin að skrá okkur í sænska félagið hérna og ætlaum að reyna vera dugleg að mæta þar með fólkinu frá svíþjóð... Já, maður verður að vera eitthvað social, er það ekki??? Næstu helgi erum við boðin i jólapartý að hætti ástrala upp í sveit. Það verður nú athyglisvert að sjá það. Gummi vildi að við fengum okkur tjald til að sofa í - en ég hélt nú ekki. Ég og tjöld eru ekki alveg að gera sig, nei ég þarf helst fimm stjörnu hótel eins og þið vitið, þið sem þekkið moi....

Hafið gott í dag,

cheerios

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlalala sætur madre mía.  Ég er líka alveg sammála þér þetta með tjöldin og útilegur, ég vil bara hótel.  Kannski hjólhýsi ef mér er boðið mjög fallega en í tjald fer ég sko ekki, og alls ekki ef von er á pöddum.  úff úff.

Knús knús

Rósa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:17

2 identicon

Mér list vel á að þið eruð komin í sænska félagið, núna mætið þið bara á Lucia og fáið ykkur lussebullar og allt sem fylgir..  ég myndi líka afþakka tjaldið líst betur á hótelið. Kossar og knús

Elsa systir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband