24.11.2008 | 07:51
bickies and chrissie
Já, halló.. við erum á lífi.. það er stundum mikið um að vera hérna og þá gleymist þetta hérna.. Uhmm.. Já, það er búið að vera kalt hér undanfarið og í dag er heitt aftur... Þegar ég meina kalt meina ég kalt.. sko eitthvað undir 20 stig og rigning. En vitið þið þá fóru skordýrin öll í felur og ég sá minna af flugum og það var ferlega gott að hvíla sig á því. Ástralska Idolið var valið hér í gær og það var sko rosa flottur gaur sem vann þetta. Veðbankarnir hér voru að springa yfir því hver mundi vinna og úrslitin voru haldin í Sydney fyrir framan óperuhúsið.. Gaman að fylgjast með þessu. Svo er líka allt voða spennt yfir Australiu myndinni með Nicole og Hugh... Þetta virðist vera voða flott mynd - förum á hana fljótlega, hún verður frumsynd um helgina.
Ég var að finna ,,úti-bíó" hérna. Það er stórt kvikmynda tjald sett upp í ,,botanical garden" hérna og þar sest maður niður þegar myndirnar eru sýndar sem eru á föstudags- og laugardagskvöld minnir mig. Þar kemur maður með sitt teppi, sitt hvítvin (nú, eða öl..) og svo byrjar myndin um 2030 og þá er komið myrkur. Það er ekki kalt, nei nei, bara alveg dásaaaamlegt... Flottar mydnir eru sýndar... Sá að Mamma mia er sýnd þar 26 des.. Þá förum við stelpurnar og skemmtum okkur. Er líka búin að taka frá 6 janúar því þá er 6 and the city sýnd... Í dag eyddum við gummi hádeginu okkar á góðum stað hér rétt hjá, með flösku af Hardy´s (góður vinframleiðandi þar...;) og nokkrum óstrum.. Reyndar er það Guðmundur sem liggur í óstrunum, mér finnst þær vera frekar óskemmtligar og óspennandi að borða. Ég hugsa að ég hef aðeins borðað þær tvisvar... já það er rétt... ekki gott...En Guðmundur gúlpar þetta í síg...
Ja, Harold er komin með krabbamein, það er aðal aðal núna í Grönnum.. Ætli hann sé að fara að hætta kallinn?? Enda búin að vera lengi í þáttunum... Well.. Undirbúningurinn á jólunum (eða chrissie sem jólin er kallað hér.. Það er allt stytt svona hér..
bickies - bisquits
chrissie - christmas
Veggies - vegetables
Schoolies - skólahátið
Brecky - breakfast
hubbie - husband
esky - eskimobag ( kælibox)
gæti haldið áfram en þarna er sýnishorn af hvernig er talað hérna... Já, það er fyrsta adventa næstu helgi og ég er búin að gera piparkökudeig sem svo verður kökur.. Ætli ég geri ekki líka sörur.. Gerði íslenskar pönsur og gaf Maríu vinkonu um daginn. Henni fannst þær stórkostlegar!!!!!!!!
Okkur líður alltaf bara betur og betur hérna og þetta er alveg dásamlegt land að vera í. Reyndar vil ég helst bara vera á ströndinni undir minni sólhlíf með matreiðslubækurnar minar - þar líður mér allra allra best.. Það fer nú eflaust að líða að því að ég verð keyrð þangað og bara skilin eftir þar....
Hafið það sem allra allra best elskurnar..
K
Athugasemdir
Fyndnir þessir ástralar greinilega, gott að heyra að þið fílið ykkur í tætlur þarna og njótið lífsins.
Knús knús, krúttrúsínurnar mínar..
Rósa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.