18.11.2008 | 02:40
sund
Hey.. sjáiði hvað ég fann!! Mynd af miðbænum i Adelaide.. Þetta er ein gata sem við þurfum alltaf að keyra þegar við erum t.d að keyra niður á strönd. Það er líka hægt að taka strætó í bæinn og taka svo þetta gula tæki þarna á myndinni, ,,traminn" niður á strönd. Svo bakvið öll þessi hús þarna er ein aðal verslunargatan i miðbænum.
davið og Elsa voru i skólasundi i gær. Já, það var öðruvisi. Þegar Elsa ætlaði að skipta um föt i klefanum þá voru allar stelpurna í sundfötunum innan undir fötunum sínum!!! Davið og strákarnir áttu að skipta um föt i skólanum!!! Ótrúlega skrýtið, engin fór í sturtu áður, heldur var bara farið úr og beint ofan í laug... Já, aðrið síðir , önnur lönd....Svona er þetta..
Í dag er svalt hérna, um 20 stig og búið að rigna! Dásamlegt alveg! Ég sit hér úti eins og venjulega og er að reyna lesa eitthvað fyrir próf sem ég á að taka hérna frá Kennó. Fékk kaffi og smá slúður hjá Maríu vinkonu í morgun. Í gær eftir skóla keyrðum við Elsa niður á strönd og vorum þar að leika okkur einar. Já, það eru ekki margir þar á mánudagseftirmiddögum...
Hafið það gott í dag!!!
æ
Athugasemdir
Vá, þetta er yndisleg mynd. Þarna blandast gamli og nýji tíminn alveg ferlega flott saman. He, he, ég er viss um að þarna (í sundinu) spilar líka gamli og nýji tíminn saman, spéhræðsla unglingsstúlkna og drengja og gömul ráð við henni, bara að láta engann sjá sig
Knús í hús
Rósa (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:57
En hvað miðbærinn er eitthvað sætur... ég hlakka svoo til að sjá þetta allt þegar ég kem :o) já ég er viss um að skólasundið hefur verið athyglisvert... knús kreist kremj
Elsa systir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.