sama strandarsögunar af okkur hérna...

Helgin var fín hjá okkur hérna. Við fórum á Brighton beach i gær og það var yndislegt. Við Davið vorum lengi í sjónum og létum öldurnar skvettast yfir okkur. Sjórinn er voða heitur og hreinn. Hann er svona ljósblár á litinn og já.. bara yndislegur. Guðmundur lá undir sólhlífinni sem við keyptum okkur á sólbeddanum og las eitthvað mjög merkilegt og Elsa mokaði í sandinum. Fullt af fólki að hlaupa, ganga og viðra sig.

Í dag byrja krakkarnir í sundkennslu i skólanum. Þaðverður gaman að heyra hvernig það fór fram. Þau fóru vel útbúin með sundföt og sólarvörn 30 í töskunni. Við höfum aðeins verið að spá í þetta með jólin hérna. Vði verðum ekki meðneitt hangikjöt þannig að núna verður það líklega ,,virgina ham" sem við fáum okkur í jólamatinn. 25 desember verður farið á ströndina með nesti og nýja skó... Hehehe, já það verður bara fyndið að vera þar á jóladag.

Nú styttist líka í það að Fía kemur. Voðalega verður það gaman, við teljum niður hvern einasta dag og merkjum við.

cherioooooo...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband