14.11.2008 | 01:27
í fréttum er þetta helst...
Adelaide er ekki þessi rólega borg sem við hédum, oh nei... Hér gerast hlutir eins og í öðrum borgum. Í gær, um miðjan dag, kl hálf fjögur var 14 ára drengur stungin til bana í miðbænum, út´i á miðri götu!!! Það varð allt brjálað, slagsmál brutust út og götur lokaðar. Sá sem drap drenginn keypti hníf í búð rétt hjá og fór svo og stakk drenginn!!!Ég helod að það hafi verið slagsmál fyrst og svo var þessi dregnur drepinn og tvo aðrir stungnir. Mér finnst þetta alveg svakalegt. Það er víst soldið mikið um svona á nóttinni í bænum, en ég hef ekki heryt um svona lagað umm iðjan dag hér. Þegar viðvorum nýkomin hingað var maður skotin til bana hér ekki langt frá okkur... Þannig að Adelaide er ekki þessi rólega borg sem stóð að hún átti að vera í ,,Lonely Planet" bókinni....
Annað í fréttunum héðan er að í SA (suðurástralíu) er verið að leggja fram hugmynd um bann við plastpokum í búðum og þá er átt við að það verði bannað fyrir búðir að láta mann fá plastpoka undir vörurnar sem maður er að kaupa. Þetta er eitthvað voða umdeilt hjá fólki en ég meina Why not! þetta er svo skemmandi fyrir umhverfið og með því að banna búðir að vera með plastpoka getur maður bara keypt sér pokanna ef maður vill nóta þá í eitthvað einsog sorp og þannig.
Það eru líka komanr nýjar reglur varðandi hvenær má vökva. Núna eru það jöfn húsanúmer sem vökva á ákveðnum dögum og ójöfn á hinum dögunum... Alltaf eitthvað nýtt..
Hitinn er aðeins að minka hérna og mikið er ég guðslifandi feginn. Ég er búin að komast að því að ég vil frekar búa í kulda ( ísland) og velja það sjálf hvenær ég fer í hitann og hversu lengi. Það verður SVO heitt hérna og þá bara stoppar allt. Það stoppar allur líkaminn og heilinn soðnar og maður verður slappur... það koma meiri skordýr og sorpið manns fer að ílma - ógeðslegt... Ég er að uppgötva ýmislegt með hitann sem ég var ekki alveg búin að gera mér grein fyrir áður. En hvað með það - ég á eftir að kvarta alveg jafn mikið undan kuldanum þegar við erum komin heim aftur og óska þess að ég byggi í heit landi þar sem væri alltaf sól og hlýtt.. Ég er sko alveg ferleg......
Já í dag var ,,casual clothes day" hjá D og E í skólanum. Þetta er þá dagur þar sem þau mega komin í sínum prívat fötum. Þetta var svo mikið sport og það var svo gaman að velja sér hvaða föt átti að fara í... Elsa sagði reyndar ;; mamma, það er sko þægilegt að hafa skólaföt því þá þarf maður ekki að standa í þessu að velja alltaf..." og þá vitum við það:)
Bestu kveðjur til ykkar allra þarna í jólalandinu!!!
Athugasemdir
Jemundur minn þetta er bara stórhættulegur staður !! Hvurslags, ég hélt einmitt líka að þetta væri friðsamur staður.
Þetta með vökvunina er bara snilld !!!
knús og kram
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:26
Æj æj en svona er þetta um heim allan.
En snúum okkur að öðru, Guðný og kærastinn, hann Matthew, ætla að koma og vera hjá okkur Manuel um jólin og mig hlakkar svo til...... yndislegt alveg.
Knús í hús
Rósa (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.