11.11.2008 | 00:30
andvökunætur....
Ég lá andvaka í nótt og gat bara ekki sofnað - það var svoo heitt... Gummi spjallaði við læknir í gær sem hann er að vinna með og hún hefur verið að vinna í Zimbabwe, í Afríku. Þau voru eitthvað að spjalla um veðrið hérna og hún sagði honum að það verður enn heitara hér en þar í AFríku um jólin.. Það verður víst svo heitt hérna að það bara slokknar á öllu og þegar það kemur kvöld þá kemur ekki svalkandi gola, nei nei heldur er það heitur vindur.
María gaf mér viftu í dag eftir að ég sagði henni að ég opna stundum frystihólfið og stend fyrir framan það og fæ kuldann á mig. Já ég loka augunum og hugsa heim......
En hvað með það, við öfum það hrikalega gott og mér finnst yndislegt að ganga út á morgnanna og það er hlýtt, hlýtt, hlýtt... Þannig að ég ætla ekki að kvarta meira í bili allavega. Vorum að lesa um eggjakastið heima, hvað er eiginlega í gangi? Er allt bara að verða brjálað?
Jólin eru víst að koma er mér sagt. Ekki það að það fer eitthvað mikið fyrir því hérna, nema þá að það eykst soldið auglýsingarnar með jóladóti. Dró upp þetta líka fína jóladagatalakerti úr kössunum okkar og það er ég ´buið að setja upp svona til að minna okkur á að það ER að koma jól..
Eric liggur enn í coma og Katie er ófrisk af barninu hans Nicks - sem var að giftast Bridget i annað sinn.. Æ æ æ.. þetta er bara vandamál hjá þessu fólki... Ditch er ófrisk af Declan og pabbi hennar voða reiður og bræðurnir rífast um hana sem er dóttir Karls og Susans.. já í grönnum sko.. Elsa er alveg komin inn í þetta og ef hún missir af þætti þá horfir hún á hann á netinu...:)
VIð stefnum á MElbourne sem allra fyrst til aðkomst á settið af grönnum til að sjá þetta allt saman hjá þeim. Það verður gaman. Gerum það þegar Fía er komin.. vá það er svo stutt þangað til hún kemur... Bara rúmlega fjórar vikur!!
þarna er hún Fíann okkar þegar hún fékk verðlaun fyrir greiðsluna sína. Hún er þarna með kennaranum sínum!!!
jæja, það er orðið svo heitt að fingurnar klístrast við tölvutakkanna...
knús í bili...
Athugasemdir
Já ég get trúað að Steve sé ekki sáttur með að Ditch sé ólétt. Dan og hinn bróðirinn eru líka að rífast um hana Libby á SKY. Kannski erum við bara komin jafn langt í grönnum ?
Þið vonandi hafið það sem allra allra best , knús og knús og knús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.