kjúlli i kvöldmat

Við erum komin með 59 kassa sem við létum senda okkur hingað. Mikið hefur þetta tekið langan tíma og um tíma var ég bara farin að óska þess að draslið hefði bara horfið Wink En við Gummi lögðum af stað að sækja þetta og þurftum að leigja ,,U-haul" eða trailer til að geta keyrt þetta hingað heim. Ekki málið, við leggjum af stað og þurfum að keyra í svona hálftíma. Þegar við erum komin út fyrir bæin í hafnarhverfið, þá allt í einu datt helv dekkið bara af trailernum og ég sá dekkið bara hverfa út í kant og við áfram á bara ,,járninu"..það ískraði og sem betur fer voru engir bílar á eftir á okkur. Við náttúrulega fórum út í kant og já... Dekkið bara flaug af eins og það leggur sig!! Well, við hringdum á staðinn þar sem við höfðum leigt græjuna og þeir sögðu okkar að þeir mundu koma eftir 30 mín - sem að sjálfsögðu þýðir um klukkutíma... Við hinkruðum bara þarna á vegkantinum þar sem ekkert annað var að gera. Vi vorum eiginlega í eyðimörkinni og við dáðumst bara af öllum fallegum trukkum sem brunuðu fram hjá okkur.  Svo birtist viðgerðarkallinn og græjaði þettta fyrir okkur - og bara no worries mate - að sjálfsögðu. Han kikti á hitt dekkið og það var svakalaust líka. Sagðist hafa lent í sömu með öðru fólki fyrir stuttu og það virtist bara vera einsog einhverjir heðfi gaman af því að losa boltana á dekkjunum á þessum trukkum...

Well, við brunuðum áfram og náðum í dótið okkar. Voða voða langt ferðalag hjá því!! Komum svo heil heim og fylltum garðinn af kössum... Börnin dönsuðu af gleði og vildu rífa allt up í einu, en þau fengu smá frí frá skólanum til að geta skoðað allt og sett á sinn stað. En mikið ferlega vorum við búin að senda margt skrýtið hingað. Og þá er ég aðallega að tala um föt. Þegar ég opnaði suma kassa hugsaði ég með mér ,,hvað hef ég verið að hugsa þegar ég setti þetta niður..?" hahaha fyndið en Gummi kom og sagði einmitt það sama við mig..... Ég meina það - ég hélt greinilega að við værum að flytja á norðurpólin - eða þannig... En svo má ekki gleyma því hversu kalt það var hérna þegar við komum í ágúst...

Reyndar er búið að vera frekar kalt hér síðan á föstudag og það er ferlega þægilegt - rigning og skýjað, bara dásamlegt...Shocking Núna er orðið svo notalegt hér hjá okkur, ég meina með því að fá myndirnar sínar, gardinur og dúka og bækur og já... þetta verður svona hluti af manni og gerir mikið. En mér finnst samt gott að hugsa til þess hversu vel við komumst af ÁN þess að vera með fullt fullt af dóti - ég meina, þetta sem við vorum að senda hingað var bara svona smá sem vi vildum ekki vera án... Það er ótrúlegt hversu mikið maður safnar í kringum sig án þess að fatta það.

Í kvöldmatinn var kjúklinga quesedillas og súkkulaði panna cotta, bara af því að við elskum panna cotta, og Davíð hann fékk sér ís, hann er svo rosa mikill ískall..   Þá vitið þið það!!! Það er laugardagskvöld og við erum að horfa á pink panter í sjónvarpinu..

kissessss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að kassarnir eru loksins komnir, spennadi að sjá hvað er í þeim.  Verst að við erum ekki þarna tl að hjálpa ykkur að bera.....  Nammi nammm súkkulaði pannacotta hljómar mjög vel.. hvernig býrð þu það til?   Knúsa ykkur öll og krem ykkur mjög fast

Elsa systir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband