lifið hér..

Búin að setja inn nýjar myndir!!!

Hvað er að frétta í dag þá?

Í gær var Melbourne Cup í Melbourne. Þetta er miklar veðreiðar, svona eins og Ascot í Brandi. Fyrir okkur virtist þetta vera bara drykkja og þannig. Þetta er sýnt í sjónvarpinu og það er ferlega fyndið. Þarna var verið að taka viðtöl við fullt af fólki sem var búið að fá sér aðeins og mikið í litlutánni og hagaði sér þannig...hahaha.. Allir klæða sig upp, konur eru klæddar í cocktailkjólum , fallegum skóm of með allskonar flotta hatta... Allir drekkar kampavín og sitja á teppum á grasinu og þetta er voða sætt allt. Og svo veðja þeir á hesta. Hér í Adelaide voru allir veitingastaðir upp-pantaðir frá kl 14 og þá sáum við fólk streyma að, uppáklætt að fara borða fínt og drekka kampavín og horfa á bei útsendinguna frá Melbourne. Það var talaðu um að þetta ætti bara að vera almennur frídagur. VIð Gummi vorum á ,,okkar" aðal bar" sem heitir The Tap Inn, og þetta er frekar stór staður, en þar var sko fullt af fólki þegar við komum um hádegi. Þar var hópur af uppáklæddum konum, svona á besta aldri, hvað um 30 hugsa ég að drekka. Á meða þeirra var ein kona með lítið nýfætt barn í fanginu og með hvítsglas i annari hendinni og skemmti sér hið besta. Þær voru orðnar frekar tipsy og kölluðu á eftir vinkonunni með barnið að passa sig í tröppunum... je dúdda mia... en svona eru þau hér.. Hins vegar er reykingabann hér, það má bara reykja úti eins og heima, en vitið þið hvað?

Það er bannað með lögum að reykja inn í bil þar sem barn er líka. Og ef löggan sér það þá er maður sektaður all svakalega. Mér finnst þetta alveg meiriháttar flott löggjöf og gvuð hvað ég vildi að fleiri myndi gera þetta í landinu sínu.

'i gær vorum við Gummi bara að keyra um og setjast á hin og þessi kaffihús sem við sáum. Við byrjum yfirleitt alltaf á sama kaffihúsinu og fáum okkur morgunkaffi og sitjum þar og spjöllum og lesum blöðin..Síðan færum við okkur yfir á næsta... og næsta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha, fyndið hvað okkur finnst um aðrar þjóðir og hvað við tökum eftir.  Ég er líka alin upp við það að það eru bara fyllibyttur sem drekka opinberlega um hábjartan dag, það á að gera þetta í leyni ef verið er að drekka á daginn,,,,, og hana nú!!!

En ætli ég sé ekki orðin ein af spánverjunum hérna því að ég fæ mér hvítvínsglas með mat eða bara eitt sér ef mig langar í og spyr hvorki kóng eða prest.   Úúúlalala hvað það er líka gott kaffið hérna,,,, dísus, þeir kunna sko að gera alvöru kaffi, ekkert tevatn með klobbbragði hérna sko.  Og ekkert yndislegra en að sitja úti í sólinni og fá sér brennheitt kaffi eða ískalt hvítvínsglas

Skál !!!!!!!!   elskurnar

Rósa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:08

2 identicon

Já mér finnst þetta líka góð löggjöf !!!!

KNús í krússsssssssssssssss

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:11

3 identicon

Já þetta er sko flott löggjöf það ætti að taka þau upp hérna...  Svakalega fínar myndir af ykkur það er svoooooooo gaman að sjá þær knús kreist kremj

Elsa systir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband