2.11.2008 | 23:22
helgin....;)
Hæhæ!!
Við áttum yndislega helgi viðfjölskyldan. Á laugardag var ,,family fun fair" í skólanum hjá krökkunum og við vorum að sjálfsögðu þar. Þar var tívóli, tónlist, sölubásar með allskonar dót - bækur, húsgögn, leikföng, það var seldur matur, vin, kökur og sultur. Voða skemmtilegt. Krakkarnir hlupu um léku sér, fengu tattú, gerviblóð og plástra á handleggi, höfuð eða fóta.. Veðrið var æðislegt eins og það er oftast hérna. Davíð hjálpaði kennaranum sínum í bókasölunni að raða og stilla upp. Hann fékk einmitt verðlaun eða ,,merits-award" fyrir góða frammistöðu í skólanum og var svaka stoltur með það - einsog foreldrarnir. Elsa sagði - ég þarf bara að gera enn betur til að fá svona líka... Já, þetta er svo mikil hvatning fyrir þau.
Í gær, sunnudag fórum við aftur í sund. Við nenntum ekki á ströndina þannig að við prufuðum sundlaug hér rétt hjá sem við höfum oft keyrt framhjá. Þetta er úti sundlaug og vitið þið hvað? Hún var æði!!! Nóg af grasi sem hægt var að leggjast á með teppi, og grill ef maður vill grilla eitthvað. Það eru gasgrill út um allt hérna, í öllum görðum og já greinilega í sundlaugunum líka. vatnið var kalt og notalegt og þetta var hreint. alls ekki einsog inni sundlauginn sem við fórum í þarna áður. Þannig að þarna förum við aftur. Eftir sundið vorum við með tennisvöll pantaðan. Já, erum við ekki dugleg? Við getum þetta sko - stundum.... ....Það var líka mjög fínt, Elsa djöflaðist og skemmti sér konunglega.
Rákumst á nokkra ,,garage sales" um helgina. Það er ferlega fyndið að fara á þannig og bara ,,browsa", skoða og spjalla við fólkið og maður getur fundið svo fallega hluti. Ég kom heim með hvítan ruggustól sem ég setti inn í svefnherbergi. Hann er æði. Ætla að sitja i honum og prjóna fyrir barnabörnin...... Þetta er algjör snilld að halda þetta, og losa sig þannig við dót sem maður er leiður á. Hvað segir maður aftur??? One mans trash is another mans treasure... eða þannig eitthvað???
Set inn myndir fyrir ykkur að sjá frá helginni!!!
Athugasemdir
Æðis !!!
Sá einmitt svona ruggustól um daginn og mikið langaði mig í svona, þú heppna kona ;);)
Knús og kossssss
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:30
Var að skoða myndirnar ykkar - geggjaðar, ef maður er ekki bara að kafna úr öfund! Spurning um að skella sér til ykkar í PhD bara, það hvort sem er nennir enginn að koma að heimsækja okkur í Danmörku!
Dísa Kiddasystir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:51
Já, Dísa, held að það sé bara málið;) Vertu velkomin hingað til okkar, voðalega ,,laid back", alltaf að chilla og alltaf gott veður....
tedda (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.