the easy-going-life...

Jæja.

Í dag er bara 16 stiga hiti og vitið þið hvað? Það er alveg dásamlegt hvað ég nýt þess að það er ekki bullandi hiti eins og í gær. Bið bara eftir rigningunni og vona að það rignir soldið á okkur hérna. Í dag þarf ég að baka kökur fyrir karnivalið sem er í skólanum hjá krökkunum á morgun. Já, og það á að selja allskonar dót og svo er tívóli og einhver skemmtiatriði. SKólinn selur alveg sérstaklega hannað púrtvín sem alveg upplagt er að gefa í jólagjöf og svo er happdrætti! OG vitið þið hvað hægt er að vinna?? Já, hugsið nú vel.... Hhahah, að sjálfsögðu er hægt að vinna fullt fullt af vínflöskum!! hahaa, þetta er alveg dásamlega sérstakt land!

Ég var að hella upp á tyrknest kaffi. Hún María vinkona mín var svo góð að gefa mér alveg sérstakan pott sem ég á að sjóða kaffið í. Læt ykkur prufa þegar við komum heim einhvern tíman. Síðan tekur baksturinn við. Ég fíla mig soldið eins og einhver ,,stay-at-home-mum" úr bíómynd sem bakar og fer svo með afraksturinn vel innpakkaðan í cello... hahaha..Cool 

Við höfum ekkert orðið var við snáka enn sem betur fer og erum við dauðfeginn því. Gumsi er að vinna í dag og er þetta síðasta dagurinn hans á þessari deild sem hann er á núna. Eftir helgi fer hann á aðra deild og finnst það auðvitað voða spennandi. Við Elsa spilum tennis hér í bakgarðinum okkar og ég er algjör snillingur að skjóta boltunum yfir til nágrannanna...Sideways VIð ætlum að fara færa okkur yfir á tennisvöllinn fljótlega. Það er betra. Á sunnudag ætlum við að kanna nýja strönd sem á að vera algjört æði. Hún heitir ,,Grange-beach" og eff þið googlið nafnið þá getið þið séð hana. Verður dásamlegt að fara þangað. Það er svo stutt á allar strendur hér og það er svo afslappað það eitthvað og rólegt. Allir eru eitthvað bara að dúlla sér, gangandi um,  eða að surfa eða á svona einhverskonar ,,skateboard" á vatninu. Það er ferlega notalegt andrúmsloft. Ég hugsa að það sé þannig sem þeir eru ástralarnir. Ferlega ,,easy-going".

Heyrumst!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband