27.10.2008 | 03:48
indverskt
Sæl öll....
Komin mánudagur hér hjá okkur og kl er 14... Í morgun var ég í matreiðslutíma hjá Maríu. H'un náði mér þegar ég var að koma tilbaka eftir að hafa farið með D og E í skólann. Og hún var að byrja að baka smákökur sem hún var að fara með til vinkonu sinnar sem liggur á spítala. Þetta var dásamleg upplífun. Hún var með 1 kg af smjöri sem hún bræddi , bætti smá flórsýkur úti og svo 6 egg. Þetta þeytti hún í vaskinum hjá sér í þvottahúsinu með smá brandyskvettu - sem ég afþakkaði þegar hún bauð me´r staup - sko kl var 9 um morgun..:) - og svo lyftidúft, smá sull og svo hveiti eftir þörfum. Svo þeytti hún, þvoði hendur sínar og hnoðaði svakalega mikið þar til þetta var orðið gott deig. Svo gerir hún kökur úr þessu, með möndlufyllingu eða döðlum og bakar. Síðast dýfur hún þeim í flórsýkur. Þetta eru yammi kökur til að dýfa í með kaffi.
Það var yndilsegt að fylgjast með þessu öllu. Hún er bara æði. Í dag hefur rignt mikið og aldrei hélt ég að ég myndi fagna rigningunni - en það geri ég svo sannarlega. Gott að fá ferkst loft og að allt verður blauttt og grænna. Elsa varð líka svo glöð þegar hún sá að rigningin var komin!! Í dag er indverksur matrur á matseðlinum, ég er komin með æði fyrir að elda indverskt. Það er hér litlir indverskir supermarkets sem ég versla í og það er allt krydd, og grænmeti sem maður þarf. Allt ferskt og svo er svo skemmtilegt að eiga i samskiptum við verslunarfólkið. Þetta eru litlar og þröngar búðir og svo er lyktin svo góð þar inni.
- Mamma, mér finnst rignigin æðisleg!!!
Athugasemdir
Dásamlegt að lesa um ævintýri ykkar - er gjörsamlega að kafna úr öfund
Held áfram að fylgjast með, kveðjur til ykkar allra
Dísa Kidda systir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:24
Mér finnst riginingin góð na na na na na !!
Þúrt svo dugleg að elda vildi að ég hefði þetta í mér hehe.
knús í klesssssssssssss
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:44
já sorry að ég butta mig hér inn aftur - varð bara að kommenta á matseldina. Ég er búin að vera að dáðst að fjölbreytninni í matnum hjá ykkur, indverskt - ostrur - túnfisksteikur ..... man nefnilega þá tíð er systkinin Kolla og Gummi átu Royal búðing í öll mál!
Disa Kiddasystir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:56
Hæ hæ..
gaman að heyra þetta, Núna vill Herr Guðmundur steikur í allar máltíðir.. Börnunum blöskrar þetta steikarát hans, þannig að þegar hann er að vinna þá erum við með pasta og hakk, pulsur og annað góðgæti , hahhaa...
tedda (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 04:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.