22.10.2008 | 23:36
að vökva í australía...
Í morgun þegar ég var að koma aftur eftir að hafa farið með D og E í skólann hitti ég Maríu, nágrannakonu mina. Hún var úti að vökva hjá sér og sðyrði mig hvort klukkann væri nokkuð orðin níu. Ég sagði henni að hún væri korter í. Hjúkkit, sagði hún, vegna þess að ef .aður vökvar eftir kl 9 og ef einhver sér mann vera að vökva (meö slöngu) þá getur maður þurft að borga 400 dollara (um 35000 kall) í sekt... Hváááá... Við ræddum þetta við Gummi og komumst að því að það hlýtur að vera af því að eftir 9 er svo heitt að þá gufar vatnið allt upp og gerir ekkert gagn þar með..
Já, núna er bara heitt hérna. 20 stig og upp úr. Á laugardag er spáð 35 og þá þýðir það 40 og upp.. Við skellum okkur á ströndina þá og stijum þar í hlýrri golunni bara.
eitthvað svona hugsa ég.... :)
Fékk líka bunka af auglýsinga bæklingum frá henni Maríu, á postkassanum hjá okkur stendur nefnilega ,,no junk mail" og þá fáum við ekkert soleis og mér finnst svo gaman að kika í þessa bæklinga þannig að hún gaf mér slatta af sínu drasli.
Elsa systir er að útskrifast úr háskólanum á laugardaginn.
Til hamingju
elsku besta sys!!!
Þetta verður eflaust dásamlegur dagur og við verðum þarna í anda.....
Páfagaukarnir biðja að heilsa og öll skordýrin....
Athugasemdir
Hihi eins gott að þú vökvir ekki eftir klukkan 9 Tedda mín, gæti orðið ykkyr dýrt if you get cought ;)
KNús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:34
Takk fyrir kveðjuna, ég mun líka hugsa til ykkar á laugardaginn, kossar og knús til ykkar allra :o)
Elsa systir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:12
Knús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:56
Knús frá spáni dúllurassarnir ykkar og ekki láta ná þér ef þú vökvar seint!!!
Rósa (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.