news from Trinity Gardens...:)

Ég veit að þið viljið djúsi fréttir héðan... EN hvað á ég segja ykkur??? Dagarnir líða áfram og vikan er hræðilega fljót að líða. Dagarnir eru fullir af sól, sól og sól. Ég bið eftir rigninu. Já, svo ég þurfi ekki að fylla vökvunarkönnunna af regnvatninu dýrmæta og eyða því. Annars þá safna ég vatninu sem lekur úr krananum inn á baði, því þar lekur kraninn. Og maður fer vel með þetta. Hann kom hérna eignadinn og þóttist laga lekann, þar sem við,leigendurnir megum ekki laga sjálf. Þá gætum við kanski farið í mál við hann. Þetta er allt svona hér. Ég vil  ekki vera leigjandi!!!!!! þá maður ekki neitt!! hann er koma hér 1 nóv til að ,,inspecta" ´húsið.. Hm? Hvað ætli hann vilji skoða? Ég skal sko segja ykkur það þann fyrsta nóvember. Nóvember!!! og það er ekkert eins og nóvember á að vera hérna. Ekki neitt. Nóvember á að vera kaldur, með roki og kanski smá snjór. Maður á að þurfa að skafa bílinn sinn og keyra varlega.... Nei nei.. hér dembist hitinn yfir mann eisn og ég veit ekki hvað... það er svo heitt að manni svelgist á þegar maður opnar út í garð. Og ég sem vildi bara hita... Ahhhh, þarna kom frekar kaldur vindur...

'eg var hjá Maríu, nágrannakonu minni yndislegu í kaffi imirgun. Hún gaf mér ,,baklava", griska köku sem bragðaðist dásamlegt. mágkona hennar bakaði hana.. þessi kaka er svona lagkaka, með sýropi á og hnetum og kanil. Og yfirleitt ef maður pantar hana á veitingastða er hún stökk og hörð á yfirborðinu, en þessi.. mamma mía!!!!!! hún var mjúk á yfirborðinu og algjört dúndur!!!  En María sjálf var frekar drusluleg, hún er með kvef of eitthvað slöpp. Þessi dama er yndisleg, en hún hefur lifað erfiðu lífi.. Segji kanski frá því þegar endurminningar mínar koma út???? Já, hvers vegna ekki, hver hefur sinn djöful að draga og þessi kona hefur svo sannarlega haft það. Það er ótrúlegt, krakkar, hvað hver einstaklingur leynir á bakvið sig. Það er líka hér í Ástralíunni....

Ef ég hef ekki séð hana í kanski tvo daga þá banka ég hjá henni og þá stendur hún þar, með sitt litaða svarta hár og brosir og segir mér að koma inn..

Jæja, klukkan er að vera ,,sækja börn úr skóla" með hinum mömmunum... Gaman gaman...Það er klukkan er að verða þrjú...

see you... Og by the way  - miss you...

cheerio


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan, sakna þín líka

Njóttu sólarinnar.

Rósa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:44

2 identicon

Þú átt greinilega algjört krútt fyrir nágranna :)

Knús

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband