15.10.2008 | 00:28
bara smá fréttablaður....
nú er skólinn byrjaður aftur og allt komið af stað. Davið og Elsa eur búin að vera tvo daga í skólanum og eru strax komin með ,,skólaveiki"... ,,mér er íllt í hálsinum".. og svo kemur svipurinn.. hehe... Núna eru 9 vikur í skóla og svo sumarfrí. Í leikfiminni nuna eru þau að æfa tennis, og Elsa er alveg að fíla tennisinn.. Við spilum hér í garðinum saman og æfum okkur. Það er tennisvöllur hinu megin við götuna og við stefnum á hann! á föstudaginn koma loksins kassarnir okkar frá Íslandi. Það verður skrítið að fá hlutina sína hingað... það verður ekkert pláss fyrir þá.. Forsætisráðherra Australíu var með ræðu i sjónvarðinu hér og talaði um krísuna í heiminum og að ástralar mundi ekki lenda þí þessu og bla bla.. varnaðaraðgerðir og ég veit ekki hvað.. það er rosalegt að lesa greinar erlendis um ástandið heima. Fékk senda grein þar sem bretar eru að úthúða íslendingum og stjórnvöld og ég veit ekki hvað... Það birtast smá greinar um þetta hér frá Íslandi, gaman að sjá myndir frá reykjavik í blöðunum.
Það eru tónleikar með Simply Red hér og Chris IIsak eftir áramót. Málið er að þeir eru í Barossa Valley, í vínhéraðinu, það er svona 20 mínutna keyrsla héðan, þetta eru útitónleikar, og maður borðar og drekkur vín (nú, en ekki hvað??) á meðan. Hljómar ofboðslega ljúft... Það er mikið af tónleikum hérna, en mikið fer til Sydney og það er um klukkutíma flug þangað...
Fólk er fúlt út í Kylie Minogue hér af því hún spilar ekki hér í Adelaide´, heldur er bara í Sydney.. Æi.. ég veit ekki hvort ég mundi nenna sjá hana... Gummi er farin að rífa sig í vinnuna og orðin mjög vinsæll... Hann er að verða eins og hann er vanur... Konurnar dauðhræddar við hann.. haha.. Núna er hann skráður í háskólann hér og byrjar í masternum sínum í mars. Það er ferlega flott, hann fær fínt nám þar.
Rósaplönturnar mínar eru að blómstra sem ég setti niður og þær eru hrikalega fallegar.. Bleikar... Sumir garðar hér eru bara með rósir og núna þegar þær eru að blómstra er þetta svoooo fallegt...
Jæja, þetta var smá yfirlit frá okkur hérna,
cheerio mates í bili..
Vissið þið að dingo er skrifað ,,dingoe".. hehe, þetta kenndi Davið og Elsa okkur foreldrunum..
Athugasemdir
Ello u there down under... Gætuð þið gert mér smá greiða að taka upp smá video af Davið í Rubby og Elsu í tennis. Saknið þið ekki kuldans? Mig langar nefinilega að vera í hitanum og drekka bjór með Gumma
Þegar ég kem ætla ég að gera mörg tré með Elsu og Davið
Balli Björn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.