12.10.2008 | 03:36
heitir dagar...........
I gær var fallegur dagur. Fór með krakkana á ströndina Í Glenelg. Það er svona 20 mínútur að keyra þangað. VIÐ fórum með nesti og sólarvörn nr 30 í tösku. Og vatn auðvitað. Þvílíkur munur var núna á þessum stað og þegar við komum þarna í byrjun ágúst!!!! Það var svo mikið af fólki!!!
Brimbrettafólk, fólk að skokka á ströndinni, gólk bara í göngutúr og svo strandarfólk. Fullt af fólki að synda.. Núna fannst mér ég vera í Australíu...Ég hélt að sjórinn væri enn of kaldur en þetta var í fínu i lagi. Davíð var ekki lengi að kasta
sér út í..... hann óð bara útí á stuttbuxununmog bolnum. ENda er það voða algengt hér að fólk syndir í stuttermabolum vegna þess hve sólin er hrikalega sterk. En ég held að við höfum fundið góða sólarvörn - það sást ekki á okkur um kvöldið að við vorum búin að vera í sól!!
Í dag er heitara en í gær. Það er meira segja skýjað, en úfff, það er really really heitt. Það er eins og að fara inn í þurrkskáp, svona fataþurrkskáp - ef þið vitið hvað ég er að meina. Þegar maður kemur út þá slær hitinn svona á móti manni......Við erum inni í dag. Krakkarnir meika það ekki að vera úti í þessu veðri.. Jáá..... ég er ekki að grínast.. Las litla frétt í blöðunum hér í gær´um ástandið á Íslandi - var stærðar mynd af landsbankanum i AUsturstræti með... Manni finnst maður vera voða langt frá Íslandi og það sem er að gerast þar.
Athugasemdir
Mátt alveg senda smá sólskin og hita til mín ;)
Knús og koss
Ragga
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:24
Njóttu þess bara að vera ekki á íslandi núna :/. Ástandið er frekar dapurt, enn það birtir til fljótlega. (eða ég vona það)
Ég væri alveg til í að vera í sól og hita núna.
Bið að heilsa öllum og hafið það sem allra allra best :)
Lára Björg (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.