9.10.2008 | 08:26
sverðfiskar og sitrónur
Dagarnir líða bara fljott hér hjá okkur. Alltaf mikið að gera!! Við erum enn að stússast í því að fá hlutina sem við sendum hingað fra´Íslandí í lok júli!!! Yeah!! I´m telling you!!! I lok júli.. Hvaða mánuður er núna???? Já, þetta er þvílikt og annað eins vesen. Eiginlega mest pappírsvinna og sendingar á pappirum hingað og þangað. Sér mest eftir því að hafa sent þetta dót. Við höfum líklega bara ,,garage sale" hér á þessu dóti... Það er soldið sem er mikið um hér. Maður gengur framhjá húsum og þar er sala í fullum gangi á alls konar dóti sem fólk er að losa sig við.. Maður getur fundið mikið af skemmtilegum hlutum á mjöög góðu verði... Veðrið hefur verið kalt undanfarið.. Það kmuer allt í einu kuldi, brr hvað það verður kalt, og svo hægt og stígandi hlýnar... Ídag var loksins almennilegur hiti og ég gat verið á kjólnum í allann dag.. Og á morgun á að vera enn hlýrra.
Gummi er að fara að grilla ...... Hann kom heim með þennan fallega ferska túnfisk og einn sverðfisk..Svo sækir hann sér sitrónur úr trénu, skvettir þeim yfir fiskinn og svo grillast hann.. Og svo borðum við hér úti...ahhh.. þetta er skrýtið líf ha?? Úr kuldanum og rokinu heima yfir í ..þetta!!!
Hér skal ég segja ykkur talað um Ísland í fréttunum. Nágranni minn, hún María, þið vitið, kom til min um daginn og sagði mér að Ísland hefði verið í fréttunum.. The economics... sagði hún... Hún er svo mikið yndi, kom og gaf mér grískar kjötbollur um daginn, voðalega fínar.
Hún bætir ferska myntu i hakkið og hefur mikinn gulann lauk og eitthvað af oregano... Þá vitið þið það...
:þangað til næst...
H
Athugasemdir
Namm maður fær bara vatn í munninn ;)
Knús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:58
Hæ dúllurnar mínar......... vonandi náið þið dótinu ykkar til ykkar.... og ef þið getið svo prangað þessu inn á fólkið þarna úti þá er það bara svoleiðis.... hehe
Ég þurfti að gera dauðaleit að sokkum áður en ég kom til íslands og fallega lakkaðar sólartásur hýrast bara í sokkum og skóm allan daginn. Ekkert gaman, langar heim í sól og hlýju, Manuel bíður líka og skilur ekkert í því af hverju ég er ekki búin að panta flug í fangið á honum.
Knús til ykkar þarna"down under" og njóttu blíðunnar.
Rósa (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:34
Mmmmmm... mig langar líka í fiskinn sem Gummi var að grilla :o)
Elsa systir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.