sveitarferð...

Hvar á ég að byrja??'Woundering

Við áttum mjög skemmtilega helgi. Vorum boðin út fyrir bæ til fólks sem Guðmundur er að vinna með. Þau buðu okkur heim til sin og þau búa um tveggja tíma akstur frá Adelaide upp í Barossa Hills, sem eru ,,fjöllin" hér fyrir utan bæin. VIð lögðum snemma af stað og stoppuðum í smábæum á leiðinni þangað og það var hrikalega fallegt og dúllulegt. Svona einmitt eins og maður getur í myndað sér. Fólk að ganga rólega um götur, groceriestores og svo the local pub....

Þegar við fórum að nálgast staðin sem við vorum að fara á fórum við að koma út í eyðimörkina. Tréin fóru fækkandi og mikið af mold og einhverjum runnum.  Við sáum engar kengúrur á leiðinni enda eru þær sofandi um daginn þegar svona heitt er eins og er hér núna. Þær lifna við á nóttinni.Húsið þeirra var alveg út í eyðimörkinni og stórt og skemmtilegt, með verönd sem fór allan hringinn i kringum húsið. Dásamlegt. Þau eru með ólifurækt og fullt af því í kringum húsið þeirra.

Það var alveg þögn þarna, nema lætin sem heyrðist í fuglunum - og í hundinum og í hænsnunum. Þau eiga 6 hænsni sem labba um þarna og svo svartan labrador sem Davíð tók ástfóstur við. Þeir hlupu um allt þarna og léku sér..Við áttum mjög fínan dag þarna og enduðum svo með að gista þarna, þar  sem okkur langaði ekkert að keyra heim. Það var líka ´buiða ð smakka á ýmsum rauðvínum og púrtvíni þannig að .. já þið vitið...Wink Hættan er mjög mikil á nóttinni að mæta kengúrur   ,,red roos" þær geta orðið 2 1/2 meter á hæð og ef maður keyrir á eina, þá er ekkert vísst að maður lifir það af....Crying Þær geta líka verið mjög svo hættulegar, kramið mann til dauða. .uuuhhhh...

Hundurinn var svo fyndinn þarna, hann vissi alveg að það kæmi egg úr hænsnunum og leitaði undir þeim til að finna egginn þeirra..  Hann meira segja borðaði kúkin hjá hænsnunum, en bara ef hann var enn heitur...urrkkk..Sick Það var svo mikið af fuglalífi þarna, meira segja caccadooos eða hvað þeir nú heita, páfagaukarnir..  Mauraætur, eðlur, snákar, killerbees...Bandit, allar tegundir af fuglum, kóngulær, leðurblökur, woombats (get ekki þýtt það á íslensku..) og svo auðvitað kengúrur... EN málið er að ef maður lætur dýrin bara vera þá trufla þau mann ekkert, það er dýrin finnst þau vera hótuð, þá geta þau ráðist á mann.

 

Vissi þið það, að það eru til fullt af Kameldýrum hér í Australiu???? það vissi ég sko ekki, en það er vísst, þeir koma 10 - 15 st í röð og valsa yfir veginn.. Maðurinn sem við vorum hjá, hann keyrir um alla Australiu með stórum trukkum, eitthvað til öryggis, þannig að hann sagði okkur ótrúlegustu sögur...

 

þetta er svaka land sem við erum í .. Maður er svona að gera sér grein fyrir því, meir og meir... Það er líka svo margt sem við þurfum að sjá og gera hérna..

Bestu kveðjur til ykkar allra á kreppu-íslandinu...

.Cheerios...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband