snjór!!!! haaa????

Ég var að heyra í Fíu áðan og hún var að segja okkur frá því að það væri allt orðið hvítt úti... Urðuð þið ekki hissa??? Ég meina var búið við þessu???

Allt bara hvítt allt í einu....

Hér er hins vegar ausandi rigning. Og ég meina ausandi. En það er samt heitt úti, um 20 stig og upp.. Gott fyrir grasið, það var orðið svakaleg þurrt og druslulegt. En við erum inni og vorum að baka skúffuköku...  Annars erum við svona aðeins að fylgjast með ástandinu heima. Höfum frétt að Davið var að ná sér í hluta af glitnisbankanum, eða hvernig var þetta??? Elsa er boðin i sitt fyrsta afmæli um helgina og það er haldið í sundhöllinnni sem við vorum í einu sinni. Hún er svakalega spennt og glöð reyndar held ég þeim finnst gaman að fara að byrja í skólanum aftur eftir viku. Betra að krakkarnir hafa sínu ,,festu" finnst mér. En það er greinilegt að það geta sko ekki allir tekið sér frí þessar tvær vikur hér þegar skólinn er með frí, vegna þess að maður mikið var við það aðbörn eru með foréldrum í vinnunni sinni. Erfitt eins og heima bara að fá frí auðvitað. Sumarfrí hjá þeim f svo í gang í byrjun desember og þaðer fram í lok janúar, þá færast þau upp um einn bekk og nýtt skólaár byrjar. Skólaárið í háskólanum byrjar í febrúar/mars hér þannig að það er líka öðruvisi....

have a nice day....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri sko til að sleppa snjónum hérna og vera í sólinni hjá ykkur.... :o) Elsa litla, skemmtu þér rosa vel í afmælinu og endilega skrifaðu mér svo og seigðu mér frá hvernig var knus kreist kremj

Elsa systir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 19:01

2 identicon

Innlitsloppukvitt .......... hér er bara kalt........... brrrrrrrr brrrrrrrr

Rósa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband