1.10.2008 | 09:04
koalas, kengúrur og dingos
Í dag eru akkurat 2 mán síðan við komum hingað. Tíminn er sko fljótur líða...En það sem ég verð að segja ykkur frá er að í gær þá fórum við í garð,´þetta er ekki hefðbundin dýragarður heldur stór garður, svona ,,conservation park" sem er inn í stórum stórum garði, og þar hittum við loksins
kengúrur
koalabirni
dingos
Jejjjj! við erum sko í Ástralíu!! þEtta var æðislegt!!! Að geta gegnið um garðinn og farið nálægt dýrinn og klappað þeim og gefið þeim að borða er bara æði... Krakkarnir voru svooo hrifinn...
Kengúrurnar voru frábærar, hoppandi og skoppandi.. Sáum þegar tvær kengúrur virtust vera eitthvað að abbast upp áhvort annað og fylgdumst með þeim.. Það heyrðist ,,grunt grunt" í annari, hin var greinilega kona því hún var með poka á maganum og með eitt litið þa. Hinn gafst sko ekki upp, hann ætlaði að fá sitt fram.. Og greyið hún, gafst upp og hinn , já þið vitið...... Já, hann fór bara upp á hana og fékk sitt.. Hahaa, krakkarnir bara störðu og já, þar fengu þau sína kynlifsfræðslu - beint í æð.....
Svo fórum við og fundum kóalabirni... Það var stórkostlegt... Það var draumur Elsa að fá að halda áeinum, en þá var okkur sagt að björnin yrði að finna fyrir öryggi og að það yrði að vera stærri manneskja að halda á honum, þannig áð ég fékk að halda o gkrakkarnir voru við hliðin á mér á myndinni sem var tekin..
Sko hann var svaka þungur, hann Ned... Og klamraði sér fast við mig einsog lítið barn, svo mjúkur og fallegur... Og svo varð þjálfarinn hans að gefa honum trjáblöðin sme þeir borða, það er sko eucalyptusblöð af trjánum og á meðan hann var að kjamsa á þessu var hann svo góður og sætur að hann bræddi mig sko alveg... Lyktin af honum var svo góð líka....
Eftir það sáum við Dingos, en það eru ,,úlfahundar" hér í Ástralíu, ´næstum útdauðir greyin, en hættulegir.... Davíð var mjög hrifinn af þeim. FLott dýr...
Gaman var að heimsækja garðinn og við vorum þarna í um 3 tíma...
Set myndir inn á Picasa þannig að þið getið séð það sem við tókum af öllu...
Bæ í bili...
Athugasemdir
Stóór öööfund ;)
Knús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:59
:), Já, þetta var baraaaaa æði... :)
tedda (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:12
Trúi því vel æðislegt að sjá myndirnar !
knús
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:27
Dónamyndir stelpa ,,,,,,,,,, hehehe bara fyndið. Yndislegur kóalabjörninn, mig langar að sjá svoleiðis
Knús í hús, eða er það út í garð núna, ertu ekki bara alltaf úti að njóta dagsins?
Rósa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:54
Mig langar líka að halda á kóalabjörn, þeir eru svo sætir... Mjög gaman að sjá myndirnar svo skemmtilegar :) knús
Elsa systir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.