bara brosandi

VIð fórum í biltúr í gær og rugluðumst á leiðinin okkar og lentum upp í hlíðunum hérna... Þar var þetta flotta skilti á veginum með mynd af koalabjörn, svona eins og skiltin eru heima þegar maður á að keyra varlega af því það gætu komið rollur yfir veginn.. En þarna var skilti með koalabjörn á... Þeir eru svakalega sætir..

Við rötuðum á endanum enda með þetta svaka fína gps eða hvað það heitir.. Við kiktum í háskólann hér, FLinders university áður en við fórum niður í Glenelg á ströndina. Þar var fullt fullt af fólki, enda er komið vor og hitinn komin upp 25 - 30 gráður. Allir á ströndina í bikini og stuttbuxum og thongs... það eru sandalar kallaðir hér, þið vitð baðsandalar..

Við gengum, the parade, eða the boardwalk, hvað sem þetta kallast og settumst svo á stað við höfnina og pöntuðum okkur ostrur og ííískallt hvítvin með, það var dásamlega gott..

Setti inn nýjar myndir á picasa fyrir ykkur til að sjá þetta dásamlega sem við fengum okkur...

Í dag er enn heitara, ég er ekki að kvarta, nei nei nei.. en það er um 25 í skugganum og svooo hlytt og gott... Já, ég veit að það er rok og rigning heima, en það getur nú verið kósy líka, er það ekki????

Dótið okkar er ekki enn komið hingað til landsins, en við vorum að fá að vita að það mun kosta okkur helling af peningum að sækja það..Týpiskt, um 1000 dollara eða þá um 80 000 kall.

Alltaf eitthvað vesen...

En gerum bara gott úr því... Kanski sekkur báturinn bara á leiðinni með draslið og þá er það vandamál úr sögunni

 

Verið góð í dag elskurnar og ekki gera neitt, ekki eitt einasta sem að við mundum ekki gera hér...

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svooo næs hjá ykkur elskan !!!

Kóalabirnir eru mitt uppáhalds og væri ég til í að eiga eitt svoleiðis, sko fyrir utan hundana mína. Vona að dótið ykkar komist nú á leiðarenda þrátt fyrir kostnað ;)

Knús og koss

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:12

2 identicon

elsku sæta ragga mín,

þú ert svo dugleg að lesa þetta blogg, og svo gaman að lesa það sem þú skrifar...

kisse

tedda (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:09

3 identicon

Þú ert líka svo dugleg að skrifa skvís, þessi síða er efst á lista í daglegum rúnti hjá mér ;);)

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:42

4 identicon

jeeeeijj ég er aaalveg að koma!
get ekki beeeeeeðið!!! :D:D

Fía (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband