21.9.2008 | 05:50
sunnudagur
Í dag er sunnudagur, kl er um 15 og við höfum ekkert gert af okkur í dag. Höfum tekið það rólega heima, sitið út í garði og lesið, teiknað, dottað, hengt upp þvott og aðeins farið inn til að ná okkur í eitthvað að drekka. Það er sko svo kalt inn í húsi að það er þægilegra út. Hitinn mælist 24 í skugganum þannig að þvotturinn þornar hratt í dag.
Við erum að fá okkur ís, já, höfum loksins, eftir að hafa prufað margar tegundir af ís fundið tegund sem við erum bara nokkuð sátt við. Voðalega verður maður ,,píkký" eftir að vera vanur að fá íslenskan ís. Annars finnst mér nú ísinn á ítaliu slá öllu við, en við erum að tala um ís sem keyptur er út í búið. Hef ekki enn séð ísvélaís hérna..
Eftir fimm daga eru krakkarnir kominn í 2 vikna frí frá skólanum. Þá getur vel verið að við förum eitthvað út úr bænum. Okkur langar soldið til að kanna strendurnar hérna í kring, þær eiga víst að vera svakalega fallegar.
Jæja, best að fara að hvíla sig aðeins í sólbeddanum
Ciao!!!
Athugasemdir
Jæja, nú fer fljótlega að renna upp fyrir ykkur að þið eruð ekki lengur á íslandinu góða og flest sem þið kaupið inn verður sko langt í frá eins og íslenskt. Ég er búin að gera svo margar gloríur í innkaupum þar sem ekki þykir sjálfsagt hérna að merkja vöruinnihald á ensku, það er á spænsku, portúgölsku og kannski grísku, veit fólk á spáni ekki að það eru útlendingar í landinu þeirra. Ég er þó búin að finna kotasælu (fæst sko ekki alls staðar) æðislega kæfu og margt sem er mun betra en á íslandi.
Þó sakna ég nammisins heima, hvergi betra. Já og ís úr vél....... namminamm.
Knús í hús og sólarkveðja frá Spáni. Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 07:50
´Já, gvuð minn, hvað maður leitar og prufar... og kaupir líka skrytna hluti.... Þetta með mjólkina er frekar erfitt hjá krökkununm, því hún smakkast ALLS ekki eins og mjólk á að smakka.:)
Buenos dias!!
Tedda (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:03
Rakst á bloggið ykkar - rosalega gaman að lesa um þetta ævintýri ykkar og ætla svo sannarlega að halda áfram að fylgjast með.
Ég er reyndar að kafna úr afbrýðisemi enda hefur Ástralía verið einn af stóru draumunum, en í staðinn lufsast ég um í danaveldi þar sem maður fær heldur ekki gott nammi eða góðan ís - en reyndar góða mjólk! . Bið kærlega að heilsa Gumma og óska honum velfarnaðar í námi og starfi.
kv. Dísa systir hans Kidda
Dísa Kidda systir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:29
Disa!! Gaman að heyra frá þér!!!
Við biðjum öll að heilsa!!
tedda og gummi (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.