19.9.2008 | 09:38
BBQ
það er komið kvöld hér hjá okkur og klukkan er um 19... Það gerðist stórmerkilegur atburður í dag - Hann Guðmundur minn fékk sér loksins grill!! Hann hefur verið að horfa löngunaraugu á eftir grillunum í búðunum og svo rak hann augun í auglýsingu í gær þar sem verið var að auglýsa þetta líka glæsilega grill með fjórum brennurum til sölu!! Hann hringdu og já, það var enn til sölu!! Við brunuðum þangað í dag og viti þið hvað!!! þetta var bara rosafínt, og hann Guðmundur fékk grill.
Núna situr hann hér við hliðina hjá mér og er nýbúin að grilla sér rif!! Ekki rifbein.. Já einu sinn sendi hann mig út´i Melabúð að kaupa fyrir sig: Rifbein...
Já þetta var föstudagseftirimiddagur, þið vitið öll hvernig er í Mélabúðinni þá, allt fullt og biðröð hjá kjötinu.. Ég bað um rifbein.. Maðurinn horfði á mig og sagði Ha, hvað ætlar þú að fá??? Rifbein
svaraði ég!!! þá snéri hann sér við og hló og sagði hinum afgreiðslumanninum frá ..Hahha, hún ætlar að frá rifbein... Ég skildi ekkert.. Svo kom það í ljos að ég átti að biðja um: Svínarif...
Sko ég fór heim og var rosa reið út í Gumma: Hvað heldur þú að ég muni hvað þetta heiti.. Urrrrgg...
Jaja, þetta er svo fyndið eftir á.. Hahha, einsog þegar hann GUmmi.... hahha.... Nei ég segi ykkur það seinna.....
Jæja, hann er búin að grilla svinarif sem smökkuðumst víst ægilega vel... Og það á þessu fína fína grilli.. Einar Már, ertu búin að fá þér nýtt grill??????
Núna er næst að grilla pulsur.... Ekki SS puslur, ég held að ég þurfi að fá uppskrifitina hjá þeim og gera þær hérna, pulsurnar eru ekkert spes hér,,,
Hafið það gott í dag, elskurnar,
Cheers
Athugasemdir
Hahahahaha,,,,,,, dísus hvað ég sé þig fyrir mér úti í Melabúð, biðjandi um rifbein.......... hehehe ....... og rjúkandi upp úr þér reiðin þegar þú fattaðir hvað þú varst að biðja um....... snilld
Ég fór einu sinni í Byko og bað um "vacum" ........ var reyndar send þangað í hrekk og hafði ekki hugmynd um hvað ég var að biðja um en gæjinn var ferlega sniðugur, fattaði djókið og sagði "ég á það ekki til en ég veit að það er til í Húsasmiðjunni" og þangað fór ég og gerði mig að meira fífli. Bara gaman af þessu. Mér finnst samt gæjinn í Byko flottastur að fatta djókið og senda mig í aðra búð.
Rósa (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:47
Já, haha, flottur gaur þar í BYko, hahhaha, já það er um að gera að hlæja að sjálfum sér inn á milli...
knús á þig, tedda
tedda (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:06
Hehe ég for í Melabúðina um daginn og bað um 2 steikta fiska og skildi ekkert í að stelpan skildi ekkert í hvað ég var að meina !!!!
Fisk í raspi heitir það víst ;) Gott að þið eruð komin með grill, maður getur ekki verið í Ástralíu og ekki átt barbí !!!
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.