Nammi og pulsur...

 Já, ok, það var slæmt veður á Skerinu fréttum við og það var eflaust mikið rok? Er það ekki, verra en hér býst ég við.

En verð að segja ykkur frá því hvað mig dreymdi í nótt.. haha, ég var á bæjarins bestu og fékk mér pylsu hjá Skúla pylsusala.. Fékk mér eina með öllu og það var roosa gott. Hahhaa, góður draumur ma´r.....Hugsa sér hvað maður saknar margt hérna.. eftir að hafa feengið sér pyslu heima  þá er alltaf næst að fá sér varasalva , tyggjó og handáburð til þess að ná allri lykt af pylsunni í burtu.. Wink

Talandi um mat, og sælgæti þá er ekkert ,,bland í poka" hérna.. Já þetta er alveg svakalegt, við ELsa vorum einmitt að tala um það í morgun.. Að það væri ekki hægt að fá almennilegt sælgæti hérna.. einsog Tromp,lindubuff, fikjustangir,  já og bara gott venjulegt suðusúkkulaði.. en já... maður veðrur bara að sleppa þessu áti... Það er voða mikið selt af Cadburys súkkulðai með öllu mögulegu gukki inn í... Það er til Rocky Road súkkulaði og í því er hlaup, sykurpúðar, salthnetur og kókós, það er soldið gott, líkt því sem ég sullaði saman með krökkunum í heimilisfræðinni í smáraskóla.Halo þessar elskur, voru svo yndisleg og dugleg að malla með mér..Frown Já,ég sakna þess að vera ekki að kenna...

Fór í gær í bæin og ætlaði að athuga með að fara og kenna hérna.. Já, allt í lagi, enþetta er svo mikið mál hérna.. Jeeee minnn...  Og hlustið þið nú:

Fyrst þarf ég að skrá mig og sækja um að fá að skrá mig sem kennari. Og fá það samþykkt. Svo þarf ég að skrá mig sem kennari og fá það samþykkt. Það þarf að borga skráningagjald fyrir bæði umsóknirnar. Svo eftir að þetta er samþykkt þarf ég að skrá mig á tvö námskeið, eitt í skyndihjálp og eitt i umönnunn barna. Þegar það er búið þarf ég að fyllla út umsókn um mig og allt mitt dót, og svo þarf það að verða samþykkt...... Þetta er svooo mikið mál hérna. Þetta var líka svona hjá Gumsa með hjúkkuleyfið hans. Þeir eru voða hrifnir hér af skriffinsku...

Ég í bæin í gær. Með Maríu, nágrannanum mínum. Hún sýndi mér hvernig ég rata með strætó. Svo fórum við í heimsókn á Klippistofuna sem mér var boðin vinna á. Þetta er hin sætasta stofa bara. Selur Sebastian og er með klippiskóla, förðunarskóla og kennir líka leikhúsförðun. Mikið að gera og opið til 21 tvö kvöld í viku, fimmtudaga og föstudaga. 

 

Veit ekki alveg hvað ég geri. Hugsa málið til að byrja með. Það er gott að hafa klippiprófið sitt ...

Hún er svo sæt sú gamla, lék í auglýsingu um daginn, fyrir sjónvarpið, var ég búin að segja frá því!!!

,,I only need to say a few words and for that they pay me 1500 dollars!!!"LoL gleði gleði!!!

hafið það sem allra best í dag elskurnar

Cheers mates!!!!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert smá gott að hafa próf í mörgu Tedda mín þegar kemur að atvinnumálum, það tekur þig tíma og peninga en ef þig virkilega langar að vinna frekar við að kenna heldur en að klippa þá vinnur þú bara í því í rólegheitum að koma þér upp pappírum og svoleiðis.  Gangi ykkur allt í haginn og gerðu það sem þig langar mest til að gera, það geri ég

Knús knús, Rósa

Rósa (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:20

2 identicon

Jáhh það er ekkert smá ;)

Vona að allt gangi vel og vonandi þartu ekki að fylla út svona mikla pappíra ef þú ákveður að fara að klippa híhí.

Knús knús knús

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:08

3 identicon

Úff það er nú meiri skrifinskan þarna hjá ykkur !!!  Það er nú gott að súkkulaðið er á leiðinni til ykkar fyrst það er ekki til almennilegt sælgæti, vonandi kemur það fljótlega :o) Mér líst annars vel á rocky road súkkulaðið, ég væri til að prufa það....  knúsa ykkur öll Risaaaknúúúsiiii

Elsa systir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:41

4 identicon

mm mig langar í svona súkkulaði með sykurpúðum!!

Fía (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband