13.9.2008 | 04:41
adelaide show
Í dag er eflaust heitasti dagurinn hér hjá okkur hingað til. Það er komið aðeins yfir hádegi, það er laugardagur og það var strax mjög heitt í morgun. Veit ekki hversu heitt, en það er það heitt að þegar ég setti þvottin á snúrurnar útí, handklæði, þá voru þau orðin þurrr á hálftíma!! gallabuxurnar þornuðu líka svona fljótt!!! Og þetta er bara byrjun á hitanum. Mér finnst þetta auðvitað dásamlegt, að sleppa sitja heima útí garði, með teppi og sultardropana hangandi samt vera þrjóskur af því maður vill vera úti!!!!!
Já, hvað, horfi ég ekki á Granna hérna?? Grannarnir eru öðruvísi hér en heima. Þættirnir hafa breyst í útlitinu og myndin er öðruvísi. Get ekki lýst Því en þeir eru öðruvísi. En Karl er og Susan og Harold og LOu og svo hann með stutta hárið, hann sem er soldið óþekkur og svo hann sem var með krúllað í gamla dga .. En þeir eru sýndir á hverjum degi hér kl 1830. Það er líka sýnt australian idol, það er soldið spes líka. Það er sýnt á hverju kvöldi og þá nenni ég ekki alveg að horfa á það. Dómararnir eru öðruvísi, ekki eins og í idólinu frá USA. Og so er náttúrulega smekkurinn bara allt öðruvísi hér...
Í gær fórum mep krakkana á að sem þeir hér kalla ,,Adelaide Show". ÞEtta er rísastórt tívóli, með matarsýningar, vinkynningum, allskonar kynningar reyndar, á dýrum, matvörum, fötum og ,,you name it"... Svo er verið að selja það sem krakkarnir eru svo æst í. Það er kallað ,,showbags". Þá er einn poki seldur og allt sem er í pokanum er t.d. bara Hello Kitty dót, eða Simpson dót eða hermannadót eða high school musical dót. Þetta er óskaplega vinsælt og mikill æsingur.
Það er seldur candyflóss í fötum, sælgæti útum allt og matur. T'ivóliið var alveg geggjað. Vildi að ég þorði ennþá að fara í hættulegu tækin, en ég bara get það ekki lengur, pissa í mig af hræðslu. Davíð fór í eitt tæki, bara alveg einn og það fór svo hratt með honum í og ég var svo áhyggjufull. Hann var einsog lítið krækiber í geimnum þarna. En svo kom hann út úr þvi og var eitt stórt bros. Elsa fór í rosastóra hoppirólu, og hopaði og skoppaði langt upp í geim, og fannst svaka gaman.
Nú er bara að fara setjast aftur í garðinn og lesa eitthvað spennandi...
cheers!!
Athugasemdir
Veistu, nú getur þú pakkað niður flíspeysunni og lopanum og ekki tekið það upp fyrr en næsta haust........ sko í sumarbyrjun hjá mér. Man sko eftir kaffi og grand í garðinum á Fálkó og þrjóskast við að hanga úti með teppi, hitara og allt bara til að geta sagt ....... "ég sat í garðinum langt fram eftir í gær, voða notó" nottlega bara djók að haga sér svona.
Knús knús í hús og eigðu yndislegan dag og fleiri daga.
Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 07:38
Til hamingju með að vera búin að kaupa nýja bíl, vonandi verður hann góður við ykkur. En hvað það hlýtur að hafa verið gaman hjá ykkur í tívólínu ég vildi að ég hefði getað verið með.. þá höfðum við kannski getað farið í eitt rólegt tæki saman :):) Ég man sko eftir því þegar þú fórst í öll "hættulegu" og stóru tækin :):):) kúsa ykkur öll með risaknúsi
Elsa systir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 09:59
Greinilega stuð alla daga hjá ykkur ;)
knús í klessssss
Ragga (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.