12.9.2008 | 00:02
an exchange of culture
Við fórum í gær, við hjónin, að leita að bíl. Þurftum þá að taka leigubíl á staðinn og lentum á þessum svakalega skemmtilega kall og hann vissi svo margt og spjallaði svo mikið. Vissi alveg að Íslenska var eitt erfiðasta túngumál sem hægt er að læra og var nýbúin að sjá sjónvarpsþátt um englending sem tók áskorun um að læra íslensku á einni viku - og honum tókst það!!
Urðum vel upplýst um Australíu í þessari leigubílaferð. Adelaide er t.d. þurrasta borgin, í þurrasta ríkinu í Australiu (SA) o´g í þurrasta ,,continent" í heiminum. Það tekur mann um 24 tíma að keyra (stanslaust) til Sidney, sem ég hélt að væri ekkert svo svakalegalangt héðan. TIl að fljúga til Darwin sem er í norður beint hinum megin tekur um6 klukkutíma!!! Þetta er svo stórt land að maður gerir sér alls ekki grein fyrir þvi!
Vissið þið, by the way, að það prump ferðast um 3 sek/mín!!!!!
Useless information, but there yoou have it!!! :)
Hahha, þetta er frá fyndnum manni sem er hér í sjónvarpinu, nafnið hans er Kenny og þetta er algjör della.
Svo get ég sagt ykkur frá því að það er sýnt B & B, eða Bold and Beautiful her.. Hjúkkit¨!! Hvað hefði ég annars gert??????
En serían var auðvitað EKKI á sama stað og heima, heldur komin miklu lengri,eiginlega bara sama og er í USA, svo það tók mig smá tíma að átta mig á aðstæðum - en bara smá... Sko... Nick er eiginlega búin að giftast, og eignast barn með Taylor og svo skilja, nokkrir hafa drepist, farið í fangelsi og svo giftist Donna Eric!!! Dísus, þegar ég hélt að þeir gætu ekki fundið upp á einhverju meira biluð þá kemur bara meira!!
Yndislegt bull!!
Nú, og hvernig fór svo með bílamálin??? Við fundum bíl, Toyotu Lex-eitthvað...Station, dökkgrænan og já, bara sætur. Þannig að þá er það mál komiðí lag eins og er.
Í dag? Já , það er föstudagur, kl er eitthvað um tiu um morgun og við erum að fara á eitthvað sem heitir ,,Adelaide Show" og þetta er eins konar karnival, tívoli með dýrasýnigar og sölubásar og .. jajaaaaja, ég segi frá þegar við erum búin að vera þar.
Cheers, mates
Athugasemdir
Hæ elskan, er þetta myndin af nýja bílnum dúddilúddidú..... ég get alveg sagt þér að ég hef meiri trú á Toyotu heldur en Benz, ég veit að bróðir minn litli er ekki sammála mér en ég er búin að eiga svo margar Toyotur sem hafa staðið sig svo vel að ég er viss um að þið eruð búin að finna góða bílinn sem dugar lengi.
Knús í hús
Rósa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:44
Flottur bíll þarna fyrir ofan hahha ;)
Ekkert smá stórt land ég hafði ekki hugmynd um þetta !! Hey ertu hætt að horfa á nágranna ? Ég horfi alltaf á SKY og er á undan þeim hérna heima jibbbíkóla !!!!
Góðr upplýsingar um prumpið hahah. Knús elskan !!
Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.