Morgun

 

Það er morgun hérna, kl er um 900 og það er þriðjudagur. Þannig að heima eru flestir hrjótandi. Sit úti í garði, það er sól og það er hlýtt. Þið vitð svona hlýtt þegar maður situr bara á hlýrabolnum og sólinn hitar húðina og maður verður allur heitur....

GUmmi er að elda gott kaffi handa okkur sem við ætlum svo að sötra hér saman eitthvað fram eftir degi. Krakkarnir eru komin í skóla eftir 3 daga frí og voru ánægð með það. Núna er að hitna með hverjum degi hér og spáin er að það fari upp í 22 til 25 um helgina. Þetta er voða voða notalegt og var einmitt það sem við vorum að leita að. Gvuð minn, fyrst þegar við komum hingað var bókstaflega skítkalt og bara vetur Crying.. EN þetta er allt að koma, þegar fólk heyrir  hvaðan við erum er það það fyrsta sem það spyr: Vááá´, ykkur hlýtur að finnast vera rosa heitt hérna..og biðið bara, það verður mjööög mjöög heitt hérna, hvernig haldið þið að þið að þið þolið það??  Fólk virðist lika alveg vita hvar og hvað Ísland er, en ekki hversu lítið það er og hversu fámenn við erum þarna.

Hey, kaffið er að koma!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar, veistu eitthvað hvað verður heitt þarna svona yfir heitasta tímann?  Hér er búið að vera um sótthita og það er hroðalegt svona til lengri tíma en svakalega er gott að eiga loftkælingu og hafa efni á að nota hana að vild

Hér rigndi í fyrsta skipti í marga mánuði í nótt og allt er drulluskítugt eftir rigninguna en loftið hreint.  Knús í hús

Rósa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:02

2 identicon

hæ elskan,

já okkur er sagt að hitinn fari upp í um 40 - 45 yfir heitasta tímanum, það eru einvherjar tvær vikur yfir jólin. Núna er hitinn svona 20 - 25 og það er ljúft, svona einsog hlý silkislæða yfir manni... ahhhh

tedda (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband