7.9.2008 | 02:00
druslan okkar dáinn
Haldið þið ekki að Guli billinn, Benzinn af öllum bilum, hafi bilað og það bara alveg...Fyrst bilaði hann á föstudaginn, við vorum að flækjast frekar langt frá hverfinu okkar og billinn bara dó allt í einu. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti að draga drusluna heim til okkar. Það var ferleg skemmtileg týpa sem kom og dró hann. SJáið fyrir ykkur gaur, um 30 - 40 ára, með sítt, sítt skegg, tattú og sköllóttur, Ferlega hress og einsog allir aðrið aussiebúar, stanslaust blaðrandi, forvitnn og hefur frá mörgu að segja.
Var boðinn inni gær í húsið hinum megin við okkur til að kikja hvernig það var. Haldið þið ekki að mér hafi verið boðin vinna, (hvernig vinna??) já það er svo fyndið hvað maður hitti mikið að fólki hérna og allir svo almennilegir og tilbúnir í allt. Ætla að kikja á þessa vinnu eftir viku eða svo,læt vita meira þá..
Í gær morgun fór Gummi á bilnum i vinnuna og þá bilaði hann aftur þegar hann var komin hálfa leið - dööööhh, jæja. þAð þurfti að draga hann - AFTUR - heim i gærkvöldi. Núna held ég að málið sé bara dautt með þetta hræ. Hann er hérna í innkeyrslunni og mér finnst hann vera að hlæja að okkur, þannig að ég horfi ekkert of mikið á hann. Helvítið á hann... :)
I gær var yndislegt veður hérna, svo hlýtt og gott og dásamlegt. VIð vorum úti mest allan daginn og borðuðum kvöldmatinn okkar úti með kertaljós. Það verður sko kolsvart hérna um hálfsjöleytið. Jájáááá´, vorið hlýtur bara að vera á leiðinni hérna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.