4.9.2008 | 10:26
Godday!!!!!
Guðmundur er búin að finna sér háskóla til að fara í hérna og mastersnám sem hann er spenntur fyrir. Við kiktum í dag í háskólann og skólinn er á svakalega fallegum stað, aðeins fyrir utan miðbæinn, upp í hlíðunum. Þaðan sést út á sjó og útsýnið var geggjað. Skólinn virðist vera mjög og Þetta er netfangið í skólann ef þið hafið áhuga á að kikja:
Það er mikið að skiptinemum og erlendum nemum þarna, þannig að það er um að gera að bara drífa sig í meira nám hérna:) :). Veðrið í dag var æðislegt. Gvuð ég var svo fegin að vera ekki með sultudropana´lafandi úr nefinu... Jááá.. það er búið að vera kalt hérna að mínu mati.... Ég hlýna öll bara við að fá sólina. EN svakalega er sólin sterk hérna. Krakkarnir í skólanum fá ekki að leika sér úti í frímínútunum ef þau eru ekki með hattana sína með sér. Já, það er svo þunt ózonlagið hérna yfir að það er ekkert grín. Meira segja í fréttununm hér á kvöldin er bent á hver ,,radiation" verður næsta dag, hvort hún er mikil, lítil eða í meðallag.
Komst að því í dag að hér í SA, South Australía, er minst til af vatni í allri ástralíu!! VIð fórum í sund um daginn. Það var mjög sérstakt. Þetta var stór stór innisundlaug, með nokkrum sundlaugum. Ein stór barna og hún var frekar hlý. Svo var önnur, þar sem hægt var að stökkva úr turnum og trampólinum og þannig. Og svo eitthverjar fleiri. En það sem var spes, var að í fataklefanum, þar voru nokkrar sturtur og hver og einn fór inn í einn klefa með sturtu í og sturtuðu sig þar. ´Hugsið ef einhver mundi sjá mann!!!!!! Engin sápa ekki einu sinni!!!!! Ráðlagt var að fara sparlega með vatnið - guð hjálpi okkur annars :). Svo voru sumir sem bara sleppti því að sturta sig og skelltu sér beint ofaní. Já, það komu hópar inn í af krökkum og þeir bara klæddu sig úr á áhorfendapöllunum og svo beint ofaní... Hm... Algengur klæðnaður aussiemanna í sundi er: Sundbuxur og T-shirt, þetta gengur bæði fyrir komur og karla!! En hvað er þetta, maður verður bara auðvitað að sætta sig við þetta, það getur ekki allt verið einsog laugarnar heima...
Þannig að munið þið heima, hvað laugarnar eru yndislegar hjá ykkur, sturtuklefarnir magnaðir og heita og kalda vatnið stórkostleg. Jeeee minn, hvað við söknum góða kalda vatnið úr krönönum...
Biðjum öll að heilsa,
cheerio!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.