Rusl í Adelaide

astralia 30 8 08 005

 Þetta er húsið okkar að framan. Fallegi bensinn er fyrir útanHeart. Ef maður klikkar á myndinna stækkar hún.

Þá er þriðjudagur hér í Ástralíu, kl er 930 ummorgun og heima er kl miðnætti.  Þetta er svo wierd en hlýtur að venjast með tímanum. Það er sól og hlýtt úti. Tréin hér eru ap springa út og það er svakalega fallegt. Var að setja í þvottavél sem er náttúrulega engar sérstakar fréttir, nema hvað að þvottavélin þarf heitt vatn, og þegar það gerist hristast rörin þannig að húsið hristist með. Það heyrist ,,dunk-dunk -dunk". þetta á sér líka stað þegar við notum heita vatnið yfir höfuð. Þegar við vöskum upp og erum í sturtu, eða hvað skal kalla það. Sturtan eru svona 3 bunur af heitu eða köldu vatni sem lafa niður.Cool 

Það er verið að safna rusli í hverfinu okkar. Með rusli á ég ekki við heimilissorpinu, heldur er verið að hvetja fólk til að hreinsa í skúrnum hjá sér og inni hjá sér og koma því fyrir á gangstéttinni fyrir utan lóðina há sér. Hvert sem maður fer eru haugar af gömlu dóti, borð, stólar, skápar, gömul leikföng, dýnur, dallar, kassar, tölvur og sjónvörp.. Eiginlega allt mögulegt. Fólk fer svo og hirðir það sem það vill af þessu dóti. Sumar eru með innkaupakerrur, sumir keyra um með vagn og hlaða í hann. Okkur GUmma finnst þetta vera frekar sérstakt. Maður er ekkert vanur svonaBlush. Jæja, einn morgunin þegar ég var að koma inn eftir að hafa farið með ungana í skólann þá er bankað á hurðina. Ég opna og fyrir utan er nágranna kona okkar, eldri frú sem er alveg yndisleg.

,,Come, come with me,, segir hún. I´ll show you something very nice, but be quick or someone else will take it""

Ég brosi auðvitað, og kinka kolli vegna þess að ég er svo kurteis og fylgi svo frúnni. Hún segir mér svo að það sé voða fallegt skrifborð ofar í götunni, sem henni langaði svo í en hún hefur bara ekkert pláss fyrir það og hún vill að við tökum það. Þetta er´alveg ágætis skrifborð reyndar, en mér finnst þetta hálf hallærislegt en kann alls ekki við að gefa það til kynna.

Hún skipar mér að bera það heim með sér!! Sko hún er um 75 ára, lítil og boginn og við burðuðumst með þetta heim.Hahahahaa, mér fannst þetta yndislegt svona eftir á.  Davið fékk skrifborðið og er alsæll með það.

En ruslið, já það koma bilar og keyra um hverfið og hirða allt draslið frá húsunumHef aðeins rekist á eina pöddu hérna, sem ég yfirbugaði með crawling insect surface spray - ha!!!!! Þessi úði er mitt öryggi,  og hann er alltaf með mér, disus ég hata þessi skordýr..

hafið það gott í dag öll sömul..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiii gaman að sjá húsið !!

Æ hvað gamla konan er mikil dúlla hehehe, hefðuð þið nokkuð þurft að fara í Ikea ? Bara fara út á götu og fá ykkur húsgögn ;);)

Knús frá okkur

Ragga og Kamilla Ylfa (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband