4.8.2008 | 12:34
karríbilinn
Elsa er að drekka mjólk á fullu til að venjast henni. Hún er alls ekki svo slæm, mjólkin sko. Erum að uppgötva eitt og annað sem er bara í fínu fínu lagi. Við tóku ,,tramminn" í bæinn í gær, sunnudagur, þar er bara fullt af verslunum og mikið af fólki, mikið að gera. Í dag mánudagur fór hann Guðmundur og keypti bil.
Bíll?? Já, hann segir að þetta er bíll. Það er eiginlega hægt að ræða það. Elsa vill ekki sjá hann. Við köllum hann ,,karríbilinn" þar sem hann er mjög mjög gulur. Þetta er gamall benz, voðalega gamall. Frá 1803 held ég. En hann er fer áfram og í gang og það er gott- . Þetta er reyndar gott tækifæri til að æfa sig í að vera jákvæður...hehhee...
Fórum og skoðuðum hús í dag. Núna æfi ég líka jákvæðnina, þetta var voða voða fínt hús en ekki gott fyrir okkur. Allt of lítið þannig að við skoðum áfram á morgun. Sjáum mörg fín hús en þau eru svo langt í burtu og við viljum ekki vera alveg alveg í sveitinni. Sjáum til hvernig það fer.
Verð í bandi
Athugasemdir
setja inn myndir af bílnum !!!
en er að fara í nótt til tyrklands..verð í bandi
Love you !! Fía
Fía (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.