ísland og handbolti

Þá erum við búin að vera hér í rúmlega tvo daga. Við sofum mikið og ég hugsa að við erum öll  búin að missa tímaskýnið þí við getum sofið endalaust. Einsog ég sagði þá er frekar kalt hér enda vetur. Í dag var 15 gráður og sma rigning. Ég er bara með þunna peysu sem yfirhöfn, hitt er í kössunum á leiðinni hingað í bát. Í gær kvöldi versluðum við vatn og þannig í litilli búð. Kallinn fór eitthvað að spjalla og spyrja hvaðan við værum, og hvað haldiði? Hann vissi sko alveg um Ísland og það var vegna þess að honum fannstíslendingar vera svo góðir í handbolta!! hahaha, fyndið.

Ég horfi og horfi á liðið hérna, enda er GLenelg vinsæll strandarbær og mikið af fólki hér um helgar sem ganga um ströndina og eru hér að borða og dóla sér eitthvað. Fólk er ekkert að spá í klæðnað hérna og minnir mig á ,,hillbillies" eða einhverja sveitalubba.Enda er sagt að fólkið hér er frekar ,,backwards" eða á eftir.  Soldið skondið sko , komandi í gallabuxur, t-shirt og strígó á veitingastaðinn.æi þetta er voða fyndið þegar maður sér það en fólkið pælir greinilega ekkert í svoleiðis...en voða einlægt og krútttlegt fólk.  Allir heilsa og brosa og það er ekkert mál með allt. áfengi er greinilega vinsælt og greinilegt er að það er drukkið mikið og byrjar líka greinilega snemma. Í morgun fórum við út um hálf 1 og ætluðum að finna morgunmat. Þá var fullt af fólki á börunum að fá sér bjór og hvítvin. Það var aðeins of snemmt fyrir okkur Gumma.. Við byrjum svona um 3Smile...Maturinn hér er ofsagóður - allavega það sem við höfum smakkað.. En við erum rétt að byrja og rétt að kynnast öllu. Þetta er bara fyrstu ,,impression"..

Í sjónvarpinu er mikið verið að sýna rugby, veit ekki hvort ég á eftir að skilja þá íþrótt, kanski setur Davíð sig inn í það. Elsa er orðin óþreyjufull að fá að byrja í skóla og eftir að við höfum fengið hús þá förum við að athuga það allt. Húsaleitin byrjar á mánudag.Við gummi erum komin með gemsanúmer og það er byjrun.

Good day mates 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he fyndið þetta með vínið, hvergi annars staðar en á íslandi er maður alki ef maður opnar vínflösku um miðjan dag

Gangi ykkur vel í húsaleit snúllurnar

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 21:37

2 identicon

hahha, já segðu rósa, það er alveg satt... Alltaf að dæma, er það ekki? Hér er meira segja selt vín í litlum dósum, svona eins og red bull, það finnst mér æði, bara fyir einn, ef ég verð vínþurst meðan ég er að bíða eftir strætó eða þannig, hahahahaa, gott fyrir mig:=..knús á þig. getur þú sent mér síðuna þina, ég er sko alltaf i tölvunni hjá gumma og þar er hún ekki skráð. ástarknus teddalús

tedda (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:25

3 identicon

Hæ þið öll

Ég sé að allt gengur vel. Síðan hvenær var hálf 13 of snemmt fyrir ykkur að njóta áfengis hí hí. Eruð þið búin að fara í  sjóinn, hafið þið séð hákarl með stórar tennur? Hvernig er dýraríkið þarna ég er mjög áhugasöm um það. Ert þú búin að kaupa þér skordýra og ormabók? Við erum nýbúin að borða hér, steik með tilheyrandi nytjaréttum. Það var mikil óánægja að eftirréttur var ekki tilstaðar. :)  Við heyrumst  kveðjur frá hópnum á Kapló

Amma Kýr (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband