rússibani

Jæja,Tölvutæknin er soldið að stríða okkur hérna á hótelinu þannig að færslurnar vistast ekki stundum og það er mjög pirrandi eftir að hafa skrifa slatta.
Jæja, taka tvö, við erum að fara á flugvöllinn fljótlega til að fara áfram til Adelaide. Loksins er komið að því. Ótrúlet en satt þá erum við að fara þangað eftir ár í undirbúning. Ég trúi því varla, og ekki Davið heldur. Guðmundur er orðin óþolinmóður að komast og fara að byrja á öllu og Elsa er farin að vilja kynnast nýjum vinkonum.
Reyndar kynntist Elsa höfrungi sem hún fékk að strjúka og varð ofsalega ánægð og hrifinn. davíð kynntist slöngu sem hann hélt á um hálsinn.. Sko börnin hafa ekki þetta hugrekki frá mér það er á hreinu !!!!
Singapore er æðisleg borg og hver veit nema við flytjum hingað þegar við erum komn með nóg af Adelaide? Væri sko til í það. Þetta er þægileg borg, reyndar soldið dýr en full af andstæðum og fólkið er yndislegt hérna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð áfram !

Fía (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:07

2 identicon

Góða ferð áfram til Adelaide og gangi ykkur vel. Hlakka til að heyra frá ykkur þegar þið eruð komin á leiðarenda :)

Elsa (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband