9.7.2008 | 21:30
Allt í gangi
Okey, það eru rúmlega tvær vikur þar til við kveðjum. Vá hvað tíminn líður hratt. Á föstudagskvöldið 25 júli ætlum við að gista í keflavík (www.hotelkeflavik.is) þannig að það fari ekki allt í uppnám þegar við þurfum að vakna um miðja nótt. VIð höfum áður gist þar áður en við fljúgum á stað og ég mæli með því. Það er æðislegt að byrja ferðina aðeins fyrr. SVo fær maður fínan morgunverð og er skutlað út á völl, alveg eins og prinsessa :). I love it.
Það eru alltaf að bætast við kassar sem á að senda út. Sko, maður á svooo mikið af drasli að þetta er ekki í lagi. ÞEtta er núna í þriðja sinn sem ég stend í því að fleygja og hreinsa burt. Núna eru það aðallega föt. Þurfum við þetta? Já, Nei... Kanski er maður a senda allt of mikið af dóti út, en so what. Það er betra það en að allt í einu sakna einhvers þar, en það efast ég samt um þar sem ég hef oft rekið mig á það undanfarna sex mánuði að ekki sakna eiginlega neitt af því sem ég hef pakkað í geymslukassa. Krakkarnir eru svooo dugleg við að sætta sig við að hafa ekkert af sínu dóti og mér finnst æðislegt að sjá hvað það skiptir þeim litlu máli.
Hitastigið í Adelaide er núna það sama og hér, nema hvað þar er vetur og hér er eins og við vitum, SUMAR: Ferlega varð allt í einu kalt í dag, by the way. Ég borgaði skólagjöldin í Kennó í dag þannig að núna má ég halda áfram í haust og í vor að læra. Sem er svo skemmtilegt. Tek kúrsana mína í fjarnámi þaðan og svo er bara að sjá hvernig það fer.
Það er sko í South Australia sem við búum í. Adelaide er þarna í ,,skarðinu" eða hvað ég á að kalla það.
þangað til næst. Cheerio!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.