Aftur að pakka

Já já, við erum byrjuð að pakka - aftur... urk... núna er hugsunin:

Hvað viljum við hafa með til ,,down under"?

Hvað viljum hafa í geymslu?

Hvað viljum við hafa í ferðatöskunni?

Sendum svona 40 - 50 kassa út, aðallega föt, dót frá krökkunum, bækur, rúmföt, handklæði.. Við höfum losað okkur við allar mublur og erum að byrja eiginlega alveg frá byrjun aftur. Þannig að enn og aftur fyllist þessi yndislega íbúð sem við höfum búið í undanfarna mánuði af kössum. Flyt´jum úr henni eftir helgi.

Núna er komið í ljós hvaða hverfi Gummi mun vinna í út í Adelaide, hverfið heitir Ogden og er smá fyrir utan centrum. Mér líkar það vel, við finnum okkur hús í einhverju hverfi þar hjá og Ben, our mate down under" aðstoðar okkur með þetta. Ég hlakka svo til að fara að versla í matinn á mörkuðunum, velja grænmeti og ávexti þar og versla í matinn .i skemmtilegum búðum.

Vonandi get æeg fegnið vinnu í einhverjum skemmtilegum skóla þar, helst í sama og skóla og Davíð og Elsa fara í.

:að er mjög sérstakt að vera alveg að fara, sérstaklega þar sem undirbúnigurinn er búin að standa yfir núna í rúmt ár. Loksins er komið að þessu. Engin af okkur finnst þetta raunverulegt.

En 26 júli, þá.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband