24.5.2008 | 23:20
fia og eurovision
jæja, Rússland vann eurovision og það var ekkert sérstakt lag fannst mér. Hef aldrei skilið þetta með að skríða á gólfinu og láta kjánalega þegar verið er að syngja...Nema maður heitir Madonna auðvitað, þá er allt fyrirgefið....Gaman að Ísland náði lengra en 16. sæti. Annars fannst okkur sko ekki alveg eins hér. Gummi sofnaði EKKI í fyrsta sinn yfir keppninni og það var mikill áfangi fyrir hann. hehehe. En tónlistarsmekkurinn hans þarf eitthvað að .. já, hann er ekki alveg að gera sig. Karlar...Uhrmf.. Honum fannst Israel vera gott lag.. Urk. jjajaajjajaa. Guðmundur!!!!!!!!!
Fía vann í Þjóðleikhúsinu og sagði mér að það hafði verið mjög fáir áhorfendur en að allir í sýningunni hafði verið í miklu stuði og fengið að horfa á stórum skjá inni í búningsherberginu og það var mikil stemning! . Já, gaman að vinna í hársnýrtideildinni í leikhúsinu. Á mánudaginn fer Fíalúsin okkar að vinna aftur eftir 2. vikna veikindafrí. Að láta taka hálskirtlana úr sér er sko ekkert grín fyrir litla stelpu úúúju...... Þetta var mjö mjög sárt hjá henni og hún léttist um heil 6 kg!!!.. En Fíálúsin stóð sig eins og hetja, auðvitað. Elsku kerlingin okkar hvað við eigum eftir að sakna hennar mikið þegar við förum héðan. Það á eftir að verða svo svo erfitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.