21.5.2008 | 20:28
hótel tal
Þegar við komum til Singapore veðrum við á hótel Grand Mercure. Mér leist vel á það hótel enda höfum við áður gist á MErcure hótel. Það var í Palermo á Sikiley. Ahh.. Yndislega SIkiley.. Það er dásamlegur staður. Til þess að kikja á hótelið er best að googla Mercure Singapore, þá er það efsta hótelíð á listanum.
Í Adelaide verður tekið á móti okkur á flugvellinum af Matthew, sem er eitthvað á Spitalanum hans Gumma, Royal Adelaide Hospital. Veit ekki hvað hann gerir þar.En hvað með það, Matthew keyrir okkur svo á næsta fimm stjörnu hótel, enda ekki annað í boði fyrir alvöru prinsessur .. Gummi vildi sko að við myndum búa í eitthvað sem kallast ,,caravan-park", bara orðið fyllir mig af hryllingi.. en Það er eitt sem ég er EKKI, það er eitthvað spennt fyrir tjaldstæðum eða þannig, nema það sé ´gott hótel í nágrenninu. Og helst margaar stjörnur..Æi, krakkarnir eru alltaf að þrasa um að fara í útileigi, ætli endi ekki með því að Gummi sjái um það. Ég get ekki séð hvað er svona skemmtilegt við það að sofa ílla, vera án sitt eigið WC og að þurfa elda úti skóginum...
Okkar nýja húsnæði verður svo leitað að þegar við erum komin til Adelaide. Spennandi!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.