16.1.2010 | 12:08
tvíhöfði og mózartkúlur á laugardegi
Andinn bara allt í einu svífur yfir mann.
Hlustaði á tvíhöfða hér í morgun og gasalega hló ég mikið. Tók meira segja útvarpið með inn á toilettið til þess að missa nú ekki af neinu. Það sem þeir leyfa sér að gera grín af er dásamlegt. Takk Ísland fyrir að leyfa þetta málfrelsi. Núna vantar bara að þá má gera bíkini úr fánanum okkar. :)
Er með dós af mózartkúlum sem ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að gleypa í mig fyrir framan sjónvarpinu í kvöld eða þá hvort ég eigi ekki bara að búa til einhvern desert úr þeim sem vara vafalaust betri lausnin. En hvað. Ætli ég geti brætt þær? það er spurning. Eða þá maukað þær ofan í eitthvert krem og sett í köku? Eða kanski bara marens og kúlur á milli?? Uss, vil ekki vera svona hefðbundin. Ekki ég. Þarf að leggja höfuðið í bleyti á milli þess sem ég skultast í afmæli, skutla í afmæli og versla í matinn og skutla í sund...
Ahhh dásamlegir laugardagar....
Be good.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.